Fréttir

Draumur um lit í lífið

Myndband er algengt form á úrlausnum verkefna í MTR. Örmynd sem fjórir nemendur gerðu í áfanganum „inngangur að listum“ fjallar um tvíhyggju sálarlífsins. Hún sýnir að öll eigum við okkar innri mann sem við höldum leyndum, í sumum tilvikum kanske sem betur fer.
Lesa meira

Brimbrettaæfing

Nemendur í útivistaráfanga notuðu Atlantshafið til æfinga í gær. Við Ósbrekkusand í botni Ólafsfjarðar voru hæfilega stórar öldur, logn og að öllu leyti kjöraðstæður til að renna sér á brimbretti. Eigi að síður þarf nokkra dirfsku til að drífa sig af stað en þar kemur til kasta kennarans. Hann heitir Óliver Hilmarsson og er þrautþjálfaður brimbrettakappi.
Lesa meira

Spænskir kennaranemar

Fyrstu kennaranemar sem æfa sig í MTR koma alla leið frá Spáni. Þau heita Juan Aguilar og María Usero, nemar háskólans í Sevilla og Háskóla Íslands. Þau sérhæfa sig í að kenna spænsku sem erlent tungumál. María og Juan hafa verið afar iðin við að búa til námsefni, æfa framburð með nemendum, kenna nýjan orðaforða, semja gagnvirk próf og aðstoða við heimalærdóm. Í leiðinni hafa þau fengið dýrmæta reynslu af námsumhverfi sem var þeim framandi.
Lesa meira

Hrekkjavaka

Bleik górilla og blómarós voru í hópi nemenda í inngangi að félagsvísindum í morgun. Tilefnið er hrekkjavakan sem nú hefur náð alla leið á Tröllaskaga og hefur spurst út að fleiri nemendur séu á leið í skólann sérstaklega uppáfærðir í tilefni dagsins. Áhugafólk um hrekki ætlar líka að bjóða nemendum upp á andlitsskreytingu síðar í dag.
Lesa meira

Leiðsögn í ævintýraferðum

Kennarar frá háskólabrú Keilis heimsóttu okkur í útivistar- og fjallamennskuáfangana og kynntu fyrir okkur leiðsögunám í ævintýramennsku á háskólastigi. Þetta nám er á vegum Thopmson Rivers University(TRU) í Kanada og fá nemendur skírteini frá þeim. Þetta er átta mánaða nám sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður
Lesa meira

Heimsókn á Leikhóla

Síðastliðinn fimmtudag heimsóttu nokkrir nemendur af starfsbraut Leikhóla. Heimsóknin var hluti af námi nemenda þar sem þeir kynna sér vinnustaði í nágrenninu. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja með fréttinni er hópurinn eingöngu skipaður strákum að þessu sinni.
Lesa meira

Menningaratburður í MTR

Sýningin BINNI með myndum frá Ólafsfirði verður opnuð í skólanum á morgun. Eitt hundrað ár eru frá fæðingu Binna, Brynjólfs Sveinssonar kaupmanns og stendur fjölskylda hans fyrir sýningu á myndum hans og kvikmyndum. Nokkrar myndir verða sýndar á Kaffi Klöru en þar var vinnustaður Binna á dögum Pósts og síma.
Lesa meira

Tröllaskagablaðið

Starfsbrautarnemar tóku þátt í hraðamælingum með lögreglunni á Dalvík í miðannarvikunni. Þetta kemur fram í Tröllaskagablaðinu sem nemendurnir hafa skrifað um miðannarvikuna. Í blaðinu eru viðtöl við nokkra nemendur og einnig við kennara sem leiðbeindu nemendum við fjölbreytt verkefni í vikunni. Blaðið er aðgengilegt á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Myndband – tími í myndlist

Hvernig nálgast listamenn tímann? Hvernig birtist tíminn í listaverkum? Þessar spurningar glímdu nemendur við í miðannarvikunni. Í áfanganum var lögð áhersla á ólíkar nálganir listamanna og hvernig tíminn sýnir sig í listaverki - sem efniviður, vandamál, þema eða innblástur.
Lesa meira

Galdur loftlykkjunnar

Margir nemendur völdu að læra undirstöðuatriðin í hekli í miðannarvikunni. Þar koma við sögu fyrirbæri eins og loftlykkjur, fastalykkjur, keðjulykkjur, stuðlar og tvöfaldir stuðlar. Þar sem flestir voru byrjendur þurftu þeir líka að læra að snúa við og hekla í hring. Þá er mikilvægt að geta lesið úr munstrum og uppskriftum í þar til gerðum leiðbeiningum.
Lesa meira