Fréttir

Vorsýning

Hin árlega og ómissandi vorsýning Menntaskólans á Tröllaskaga. Verður haldin Laugardaginn 9. maí kl. 13:00 - 16:00 í húsakynnum skólans Allir velkomnir!
Lesa meira

Fyrirmyndarstofnun ársins

Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki meðalstórra ríkisstofnana, þar sem starfsmenn eru 20-49. Skólinn var í öðru sæti í fyrra í sama flokki. Einkunnir stofnana byggjast á mati starfsmanna þeirra. Nokkrir þættir eru metnir. Trúverðugleiki stjórnenda vegur þyngst, 19%. Aðrir þættir eru launakjör, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, starfsandi, vinnuskilyrði, stolt og ímynd. Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari, veittu viðurkenningunni viðtöku í Hörpu í gær.
Lesa meira

Fornleifakynningar

Nemendakynningar eru algeng verkefni í þriðjaþrepsáföngum á hug- og félagsvísindasviði. Í mannfræðiáfanga eru slíkar kynningar fastur liður í náminu. Kynningar í gær voru úr fornleifahluta áfangans og bar meðal annars á góma brennisteinsnámur, fornan verslunarstað á Gásum, friðlýstar fornminjar í Dalvíkurbyggð, útilegumannabyggðir og bein þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar.
Lesa meira

Ef til verkfalls kemur

Ef til verkfalls kemur 6.-7.maí (miðvikudag og fimmtudag) fellur skólaakstur frá Siglufirði niður og nemendur verða að koma sér sjálfir til og frá skóla.
Lesa meira

Fjallaskíðakennsla

Átta vaskir drengir í útivistaráfanganum ÚTI2A05 skelltu sér í fjallaskíðaferð upp á Tindaöxl í gær. Þeir reyndu nýja fjallaskíðabúnaðinn í blíðskaparveðri og komu útiteknir til baka. Dásemdin við staðsetningu skólans er sú að nemendur þurftu ekki að keyra neitt til þess að komast leiðar sinnar heldur fóru þeir með búnaðinn út á skólalóð, settu hann á sig og héldu af stað upp túnið og svo áleiðis upp fjallið.
Lesa meira

Spánarheimsókn

Hópur nemenda í Comeníusarverkefni á Spáni nýtur fyrsta dags dvalarinnar í borginni Elche. Hún er á heimsminjaskrá UNESCO og er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Márar gróðursettu pálmatré kring um borgina fyrir nokkrum öldum og gera þau að verkum að loftslag er betra en ella. Þetta er stærsta safn pálmatrjáa í allri Evrópu. Á dagskrá í dag er gönguferð og skoðunarferð um La Huerta del Cura, dásamlegan gamlan grasagarð sem eitt sinn var klausturgarður.
Lesa meira

Sprotasjóðsstyrkur

Ida Semey, kennari í spænsku og dönsku hefur fengið styrk til að hanna áfanga um listir, mat og tungumál. Aðalmarkmiðið er að efla hagnýtt læsi á öllum námssviðum, með því að samþætta tungumálanám, matreiðslu og listir. Upphæð styrksins er ein og hálf milljón króna en samtals voru fimmtíu milljónir til ráðstöfunar. Sótt var um liðlega þrjú hundruð og sextíu milljónir.
Lesa meira

Stærðfræðikeppnin 2015

Elín Ósk Björnsdóttir, Höfðaskóla varð í fyrsta sæti í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga fyrir 9. bekki grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Úlfar Hörður Sveinsson, Árskóla varð í öðru sæti og þriðja sætinu deildu þau Ágústa Eyjólfsdóttir, Árskóla og Aron Ingi Ingþórsson, Húnavallaskóla.
Lesa meira

Virkjum alla hæfileikana!

Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp kynntu í morgun stjórnendum MTR samstarfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið hefur nafnið "Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana." Nemendur og starfsmenn á starfsbraut voru viðstaddir kynninguna.
Lesa meira

Ljósmynd dagsins

Mynd Gísla Kristinssonar, húsvarðar MTR og áhugaljósmyndara er mynd dagsins í dag, 8. apríl, á heimasíðu Steve´s Digicams. Myndin var tekin uppi á Múlakollu, fjallinu sem gnæfir yfir Ólafsfjarðarbæ í norðri. Hún sýnir snjótroðara fyrirtækisins Arctic Freeride baðaðan stjörnuskini og norðurljósum. Hún var tekin 17. mars s.l. rétt fyrir miðnætti í fyrstu norðurljósaferð troðarans upp á Múlakollu.
Lesa meira