Lára, Baldur, Soffía og Helga mynd GK
Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp kynntu í morgun stjórnendum MTR
samstarfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið hefur nafnið "Virkjum hæfileikana alla hæfileikana." Nemendur og starfsmenn á starfsbraut voru viðstaddir kynninguna.
Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp kynntu í morgun stjórnendum MTR samstarfsverkefni sem miðar að því
að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið hefur nafnið "Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana." Nemendur og starfsmenn
á starfsbraut voru viðstaddir kynninguna.
Með þátttöku í verkefninu geta opinberar stofnanir og sveitarfélög ráðið til sín einstaklinga með
skerta starfsgetu með stuðningi frá ráðgjöfum Vinnumálastofnunar og vinnusamningi Öryrkja. Með gerð slíkra samninga fá
launagreiðendur endurgreiðslu að hluta af launum og launatengdum gjöldum. Fjölbreyttur hópur atvinnuleitenda með skerta starfsgetu er á skrá hjá
Vinnumálastofnun en allir eiga sameiginlegt að vilja vera virkir í samfélaginu og fá tækifæri til að vinna. Myndir