Sprotasjóðsstyrkur

Ida Semey, kennari í spænsku og dönsku hefur fengið styrk til að hanna áfanga um listir, mat og tungumál. Aðalmarkmiðið er að efla hagnýtt læsi á öllum námssviðum, með því að samþætta tungumálanám, matreiðslu og listir. Upphæð styrksins er ein og hálf milljón króna en samtals voru fimmtíu milljónir til ráðstöfunar. Sótt var um liðlega þrjú hundruð og sextíu milljónir.

Ida Semey, kennari í spænsku og dönsku hefur fengið styrk til að hanna áfanga um listir, mat og tungumál. Aðalmarkmiðið er að efla hagnýtt læsi á öllum námssviðum, með því að samþætta tungumálanám, matreiðslu og listir. Upphæð styrksins er ein og hálf milljón króna en samtals voru fimmtíu milljónir til ráðstöfunar. Sótt var um liðlega þrjú hundruð og sextíu milljónir.

Í skólanum eru kennd þrjú erlend tungumál, danska, enska og spænska. Í vetur hafa verið gerðar tilraunir með matreiðslu í tungumálakennslunni og hafa nemendur sýnt mikinn áhuga. Þeir nota erlenda málið til að lesa sér til um mat, afla heimilda um matarhefðir, sögu og uppruna hráefnis. Þá byggja þeir upp orðaforða, framleiða og skrifa um mat, hráefni í mat, næringu og framreiðslu.

Með því að velta fyrir sér eigin matarhefðum og hefðum framandi þjóða fá nemendur nýtt sjónarhorn á eigin heimsmynd, lífssýn og listfengi. Matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Framsetning rétta í matreiðslubókum, tímaritum og á netinu getur haft listrænt og menningarlegt gildi. Í nýjum áfanga verður lögð áhersla á að efla myndlæsi og rafrænt læsi á verklegan hátt með gerð myndefnis af ýmsu tagi.