Fyrirmyndarstofnun ársins

Lára og Jóna Vilhelmína
Lára og Jóna Vilhelmína
Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki meðalstórra ríkisstofnana, þar sem starfsmenn eru 20-49. Skólinn var í öðru sæti í fyrra í sama flokki. Einkunnir stofnana byggjast á mati starfsmanna þeirra. Nokkrir þættir eru metnir. Trúverðugleiki stjórnenda vegur þyngst, 19%. Aðrir þættir eru launakjör, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, starfsandi, vinnuskilyrði, stolt og ímynd. Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari, veittu viðurkenningunni viðtöku í Hörpu í gær.

Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki meðalstórra ríkisstofnana, þar sem starfsmenn eru 20-49. Skólinn var í öðru sæti í fyrra í sama flokki. Einkunnir stofnana byggjast á mati starfsmanna þeirra. Nokkrir þættir eru metnir. Trúverðugleiki stjórnenda vegur þyngst, 19%. Aðrir þættir eru launakjör, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, starfsandi, vinnuskilyrði, stolt og ímynd. Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari, veittu viðurkenningunni viðtöku í Hörpu í gær.

Meðaleinkunn MTR fyrir árið 2015 er 4,544 en fyrir ári var skólinn með mjög svipaða einkunn 4,552. Hæst er hægt að fá 5,000. Í fyrra var Einkaleyfastofa efst í flokki meðalstórra stofnana en hún fékk lægri einunn nú og því skaust MTR upp fyrir hana. MTR var með næsthæstu einkunn allra stofnana, aðeins Héraðsdómur Suðurlands var fékk hærri einkunn.

Þetta er í tíunda sinn sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu velur Stofnun ársins. Könnunin var unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og efnahags- og fjármálaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Alls fengu tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði könnunina senda og er val á Stofnunum ársins byggt á svörum tæplega 12.000 starfsmanna hjá ríki og sjálfseignarstofnunum.

Fleiri stofnanir blönduðu sér í toppbaráttuna en áður. Einkum var áberandi að framhaldsskólar komu betur út úr könnuninni nú. Heildareinkunn allra þátta í könnuninni stóð nánast í stað og hefur verið nokkuð svipuð undanfarin ár. Einkunnin fyrir þáttinn ánægja með launakjör var hærri nú hjá framhaldsskólunum og má væntanlega rekja hærri heildareinkunn og betri árangur í könnuninni til þess.  MYNDIR