Fréttir

Lifandi tónlist í hádeginu

Kennaragengið í Tónskóla Fjallabyggðar tók tvö lög í anddyrinu í hádeginu. Starfsmenn Tónskólans hafa heimsótt leikskóla og grunnskóla sveitarfélagsins síðustu daga og kynnt hljóðfæri. Hér vakti líflegur flutningur kennarabandsins á lögunum No more eftir Glowie og Ex´s and Oh´s gleði í brjóstum viðstaddra.
Lesa meira

Jótlandsævintýrið

Tuttugu og fimm nemendur í ÚTIDAN-áfanganum eru búnir að taka úr sér mesta hrollinn á tveimur dögum í Fjordvang Ungdomsskole. Þar er ekkert gefið eftir og dagurinn hefst með göngutúr klukkan sjö. Okkar fólk svaf yfir sig fyrsta daginn en vaknaði á réttum tíma í gær og skokkuðu sumir til að vera fljótari í morgunmatinn.
Lesa meira

Jákvæðnikassi

Nemendur í frumkvöðlaáfanga skólans, Tröllaskagaáfanga, hafa það verkefni þessar vikurnar að efla skólabraginn. Á því hafa menn ýmsan hátt og reynir sérstaklega á fjarnema í þessu verkefni. Elín María Jónsdóttir og Sindri Ólafsson leystu það þannig að senda „jákvæðnikassa“ sem geymir miða með uppbyggilegum skilaboðum til að fólk fari jákvæðara inn í daginn.
Lesa meira

Samþætting ólíkra greina

Tuttugu og fimm nemendur skólans eru að leggja af stað til Danmerkur til vikudvalar. Þeir fá meðal annars að reyna sig á seglbretti við strönd Jótlands, klifra í trjám og skoða vindorkuver. Heimsóknin er liður í samstarfi MTR við Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi og koma nemendur þaðan hingað í apríl á næsta ári. Samskiptamál í verkefninu er danska.
Lesa meira

Hjálparsamtök kynnt

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, starfar í 190 löndum, þar á meðal hér á landi. Samtökin berjast fyrir réttindum allra barna og leggja áherslu á að ná til þeirra sem helst eiga undir högg að sækja. ABC-barnahjálp veitir börnum hins vegar varanlega hjálp í formi menntunar. Þetta eru íslensk samtök, stofnuð 1988.
Lesa meira

Sjósund

Í hinum fjölbreytta útivistaráfanga ÚTI2B er sjósund ein þeirra greina sem nemendur reyna sig við. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sjósundi og sjóböðum í köldum sjó við strendur Tröllaskaga. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Lesa meira

Hjólaskíði í haustinu

Nemendur í ÚTI2A fóru langt út fyrir þægindarammann og renndu sér á hjólaskíðum og línuskautum með stafi. Þetta er það sem er notað í staðinn fyrir gönguskíði á veturna og komu nemendur öllum á óvart með hæfni sinni. Þau voru mjög brött að prófa allt sem lagt var fyrir þau, bæði tækniæfingar og leiki og algjörlega óhrædd að bruna niður brekkur á hjólaskíðunum og línuskautunum.
Lesa meira

Kómedíuleikhús

Íslenskunemar og nemar á starfsbraut nutu sýningar Kómedíuleikhússins á Gretti. Þetta er kraftmikill einleikur sem fjallar um Gretti Ásmundarson, útlaga og einn mesta vandræðagemsa allra tíma. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson en leikstjóri Víkingur Kristjánsson. Marsibil G. Kristjánsdóttir gerði búninga og búður en Guðmundur Hjaltason tónlistina.
Lesa meira

Gestafyrirlesari

Johannes Bierling, myndlistarmaður frá Freiburg í Þýskalandi var gestafyrirlesari í myndlist og gerðu nemendur góðan róm að því sem hann hafði fram að færa. Hann greindi frá og sýndi aðstæður sínar í heimalandinu og fjallaði um nám og kennslu í listgrein sinni á heimaslóð.
Lesa meira

Miðannarvika 12- 16. október

Við minnum nemendur á miðannarviku sem er 12. – 16. október n.k. Öllum nemendum í dagskóla er skylt að skrá sig í áfanga. Nemendur í fjarnámi geta einnig skráð sig en mætingarskilda er í alla áfangana. Áfangar eru metnir sem val eða bundið val eftir innihaldi áfangans og námsbraut hvers nemanda og stytta þannig námstíma nemenda.
Lesa meira