18.05.2015
Algengt virðist að einstaklingar sem keppt hafa í fitness falli í þunglyndi eftir keppni sérstaklega eftir að þeir hafa keppt í fyrsta skipti. Sumir keppa ekki oftar. Guðrún Stefanía Jakobsdóttir kannaði fyrirbærið keppnisþunglyndi og fjallaði um það í lokaverkefni sínu. Hún brautskráðist af íþrótta- og útivistarbraut síðastliðinn laugardag.
Lesa meira
16.05.2015
Þrjátíu og einn nemandi brautskráðist frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í morgun. Þetta er langstærsti hópur sem brautskráðst hefur frá skólanum en samtals eru útskrifaðir 97. Í morgun brautskráðust 12 af félags- og hugvísindabraut, fimm af íþróttabraut, fimm af náttúruvísindabraut, fimm af starfsbraut og fjórir af listabraut. Nemendur á vorönn voru um 230 en starfsmenn tuttugu og fimm. 43% nemenda voru úr Fjallabyggð en 13% frá Dalvík.
Lesa meira
15.05.2015
Menntaskólanum barst í morgun tilkynning um að skólinn hefði fengið Erasmus+-styrk fyrir verkefnið Skapandi og nýstárlegar lausnir í menntun sem er í flokknum Nám og þjálfun. Upphæð styrksins er nær 11 þúsund evrur og skal féð nýtt innan árs. Umsókn skólans fékk 85 stig af 100 mögulegum. Umsjónarmaður verkefnisins er Ida Semey.
Lesa meira
12.05.2015
Nemendaverkefni úr fjölmörgum námsáföngum njóta sín vel á Vorsýningu skólans sem er opin út vikuna á vinnutíma. Nokkur verk fjalla um sköpunarferlið sjálft en myndverk og listrænar ljósmyndir eru áberandi. Frumleg verkefni tengd tungumálanámi, svo sem leikir og spil á dönsku og ferðaupplýsingar um Tröllaskaga þýddar á spænsku setja svip á sýninguna. Einnig verkefni úr jákvæðri sálfræði og ensku sem fjalla um mannréttindi, ást og gleði. Þá má nefna ýmis verkefni starfsbrautarnema, stétt úr ólafsfirsku fjörugrjóti og gjörninginn fjárhagsaðstoð að handan.
Lesa meira
09.05.2015
Hin árlega og ómissandi vorsýning Menntaskólans á Tröllaskaga.
Verður haldin Laugardaginn 9. maí kl. 13:00 - 16:00 í húsakynnum skólans
Allir velkomnir!
Lesa meira
08.05.2015
Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki meðalstórra ríkisstofnana, þar sem starfsmenn eru 20-49. Skólinn var í öðru sæti í fyrra í sama flokki. Einkunnir stofnana byggjast á mati starfsmanna þeirra. Nokkrir þættir eru metnir. Trúverðugleiki stjórnenda vegur þyngst, 19%. Aðrir þættir eru launakjör, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, starfsandi, vinnuskilyrði, stolt og ímynd. Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari, veittu viðurkenningunni viðtöku í Hörpu í gær.
Lesa meira
06.05.2015
Nemendakynningar eru algeng verkefni í þriðjaþrepsáföngum á hug- og félagsvísindasviði. Í mannfræðiáfanga eru slíkar kynningar fastur liður í náminu. Kynningar í gær voru úr fornleifahluta áfangans og bar meðal annars á góma brennisteinsnámur, fornan verslunarstað á Gásum, friðlýstar fornminjar í Dalvíkurbyggð, útilegumannabyggðir og bein þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar.
Lesa meira
05.05.2015
Ef til verkfalls kemur 6.-7.maí (miðvikudag og fimmtudag) fellur skólaakstur frá Siglufirði niður og nemendur verða að koma sér sjálfir til og frá skóla.
Lesa meira
05.05.2015
Átta vaskir drengir í útivistaráfanganum ÚTI2A05 skelltu sér í fjallaskíðaferð upp á Tindaöxl í gær. Þeir reyndu nýja fjallaskíðabúnaðinn í blíðskaparveðri og komu útiteknir til baka. Dásemdin við staðsetningu skólans er sú að nemendur þurftu ekki að keyra neitt til þess að komast leiðar sinnar heldur fóru þeir með búnaðinn út á skólalóð, settu hann á sig og héldu af stað upp túnið og svo áleiðis upp fjallið.
Lesa meira
22.04.2015
Hópur nemenda í Comeníusarverkefni á Spáni nýtur fyrsta dags dvalarinnar í borginni Elche.
Hún er á heimsminjaskrá UNESCO og er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Márar gróðursettu pálmatré kring um borgina fyrir nokkrum öldum og gera þau að verkum að loftslag er betra en ella. Þetta er stærsta safn pálmatrjáa í allri Evrópu. Á dagskrá í dag er gönguferð og skoðunarferð um La Huerta del Cura, dásamlegan gamlan grasagarð sem eitt sinn var klausturgarður.
Lesa meira