Hjálparsamtök kynnt

Jódís, Erla, Elsa og Arna
Jódís, Erla, Elsa og Arna
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, starfar í 190 löndum, þar á meðal hér á landi. Samtökin berjast fyrir réttindum allra barna og leggja áherslu á að ná til þeirra sem helst eiga undir högg að sækja. ABC-barnahjálp veitir börnum hins vegar varanlega hjálp í formi menntunar. Þetta eru íslensk samtök, stofnuð 1988.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, starfar í 190 löndum, þar á meðal hér á landi. Samtökin berjast fyrir réttindum allra barna og leggja áherslu á að ná til þeirra sem helst eiga undir högg að sækja. ABC-barnahjálp veitir börnum hins vegar varanlega hjálp í formi menntunar. Þetta eru íslensk samtök, stofnuð 1988.
Jódís Jana Helgadóttir, Erla Mary Sigurpálsdóttir, Elsa Hrönn Auðunsdóttir og Arna Rós Bragadóttir kynntu hjálparsamtökin í anddyri skólans og buðu upp á veitingar. Kynningin var framlag þeirra til að efla skólabraginn, - en að því standa nemendur í Tröllaskagaáfanga á þessari önn.