Fréttir

Áform um viðbyggingu

Hjá sveitarfélaginu Fjallabyggð eru uppi áform um að byggja við skólahús Menntaskólans. Markmiðið er að taka viðbygginguna í notkun haustið 2017. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri og fulltrúar í bæjarstjórn kynntu sér á fundi í skólanum í gær þarfagreiningu sem Lára Stefánsdóttir, skólameistari og starfsmenn hafa gert.
Lesa meira

Syngjandi furðuverur

Venju fremur gestkvæmt hefur verið í skólanum í tilefni dagsins. Nemendur og starfsmenn hafa notið söngs fjölda barna og þau hafa þegið sælgæti að launum. Flestum gestanna finnst dálítið fútt í því að komast í hljóðkerfi skólans og heyra sönginn hljóma í anddyrinu. Söngvar um sólina og skæru litina voru áberandi í dag enda snjór yfir öllu í Ólafsfirði. Lítið fréttist hins vegar af Bjarnastaðabeljunum og Gamla-Nóa sem oft hefur verið að góðu getið á öskudaginn.
Lesa meira

Skólaheimsókn í Danmörku

Þrír kennarar skólans, Inga, Jóna Vilhelmína og Lísebet kynna sér nýbreytni, kennsluhætti og skipulag í dönskum skólum í þessari viku. Þær hafa þegar skoðað Bröndby framhaldsskólann og fylgst með námi og kennslu í dönsku og íþróttum. Þarna eru um 230 nemendur. Þeir geta valið milli þriggja brauta og ljúka námi á þremur árum.
Lesa meira

Góð gjöf

Skólanum barst í morgun málverk, höfðingleg gjöf frá Kristni G. Jóhannssyni, sem lengi var skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði. Kristinn hefur áður gefið Menntaskólanum listaverk, það fyrsta strax við stofnun. Samstals á skólinn tíu verk eftir Kristinn.
Lesa meira

Bóndadagur

Hvað vita starfsmenn og nemendur skólans um bóndadaginn? Fagna þeir þorra? Borða þeir þorramat? – þetta könnuðu sex nemendur á starfsbraut með viðtölum sem þeir tóku upp og gerðu úr myndband. Það er metið til einkunnar í íslenskuáfanga sem fjallar meðal annars um þjóðtrú og ýmsa þjóðhætti. Nemendur höfðu mjög gaman af þessu verkefni og hafa óskað eftir að fá oftar að skila verkefnum í formi myndbanda.
Lesa meira

Viðburður í nýju aðstöðunni

Meðal verklegra æfinga í áfanga um frumkvöðlafræði er að skipuleggja viðburði eða uppákomur sem lífga upp á skólabraginn. Stöllurnar Tanja Mihaela Muresan, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Lára Þorsteinsdóttir Roelfs notuðu nýju nemendaaðstöðuna og buðu þar upp á veitingar. Úr hollustudeildinni var niðurskorið grænmeti en þær buðu einnig upp á súkkulaði og heimabakað. Vakti uppátækið mikla lukku meðal samnemenda og veitingarnar runnu út.
Lesa meira

Ísklifur

Nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga reyndu fyrir sér í ísklifri í vetrarfjallamennskuáföngunum ÚTIV2ÚS05 og ÚTIV3SV05. Aðstæður voru einstaklega góðar og menn voru brattir að láta sig vaða í ísilagðan klettinn. Hópurinn æfði sig í ísklifri og lærði að nota ísexi og brodda.
Lesa meira

Gestir í kynnisferð

Um þrjátíu nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynntu sér nám, námsframboð, húsakynni og aðstöðu menntaskólans í morgun. Inga, stærðfræðikennari sýndi það helsta en síðan hófst leikur. Gestirnir skiptu sér í hópa og kepptu þeir um að ná myndum af ýmsum persónum og fyrirbærum í skólanum.
Lesa meira

Listaverkin í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Veggi Menntaskólans á Tröllaskaga prýða mörg listaverk bæði eftir innlenda og erlenda listamenn og á skólinn orðið ágætt safn listaverka. Sumt hefur skólinn keypt á ferli sínum, annað hefur skólanum borist að gjöf frá velunnurum.
Lesa meira

Ný aðstaða nemenda

Aðstaða nemenda í MTR hefur batnað mjög verulega eftir að þeir fengu til eigin nota stóra stofu sem áður var nýtt til kennslu og sem bókasafn skólans. Nemendur nýta aðstöðuna einkum í hádeginu og öðrum hléum. Þeir hafa raðað upp þægilegum húsgögnum og gert stofuna vistlega. Haukur Orri Kritjánsson, formaður nemendaráðs bindur vonir við að félagslíf nemenda eflist og dafni í nýju aðstöðunni.
Lesa meira