15.10.2015
Hópur nemenda hefur í miðannarvikunni iðkað tónlistarspuna og samspil undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Halldórs Sveinssonar. Hópurinn heldur hádegistónleika í Tjarnarborg kl. 12 á morgun föstudag þar sem flutt verður afurð vikunnar. Allir gestir hjartanlega velkomnir!
Lesa meira
15.10.2015
Hópur nemenda lærir í miðannarvikunni grunninn í hönnun smáforrita fyrir Android stýrikerfið. Patrekur Þórarinsson einn nemendanna segir að þetta gangi að mestu leyti vel. Notað sé forritið Android Studio, sem sé mjög flókið. Það taki líka mikið á tölvurnar og vinni því oft mjög hægt.
Lesa meira
14.10.2015
Gerð hljóðskúlptúra er ung listgrein þar sem listamenn nota ýmsa hljóðgjafa sem efni í sköpun sína oft í samhengi við ákveðin rými. Í þessum miðannaráfanga er lögð sérstök áhersla á gerð hljóðgjafa sem eru bæði skúlptúrar og hljóðfæri. Nemendur sýna afrakstur vinnunnar í Björgunarsveitarhúsinu í Ólafsfirði á föstudag. Allir íbúar í Fjallabyggð og nágrenni eru velkomnir á sýninguna milli kl. 13:00 og 15:00.
Lesa meira
09.10.2015
Nemendur í ÚTIDAN-áfanganum áttu frábæran dag í gær. Klifur í trjám í Hundaskógi og vindrenningur (windsurfing) voru meðal viðfangsefna en einnig hjólreiðar og almenn útivist. Í útivistinni vorum við að tálga og hnýta hnúta og gerðum okkur kakó, hreint útsagt frábær dagur, segir á fréttasíðu hópsins.
Lesa meira
08.10.2015
Kennaragengið í Tónskóla Fjallabyggðar tók tvö lög í anddyrinu í hádeginu. Starfsmenn Tónskólans hafa heimsótt leikskóla og grunnskóla sveitarfélagsins síðustu daga og kynnt hljóðfæri. Hér vakti líflegur flutningur kennarabandsins á lögunum No more eftir Glowie og Ex´s and Oh´s gleði í brjóstum viðstaddra.
Lesa meira
07.10.2015
Tuttugu og fimm nemendur í ÚTIDAN-áfanganum eru búnir að taka úr sér mesta hrollinn á tveimur dögum í Fjordvang Ungdomsskole. Þar er ekkert gefið eftir og dagurinn hefst með göngutúr klukkan sjö. Okkar fólk svaf yfir sig fyrsta daginn en vaknaði á réttum tíma í gær og skokkuðu sumir til að vera fljótari í morgunmatinn.
Lesa meira
05.10.2015
Nemendur í frumkvöðlaáfanga skólans, Tröllaskagaáfanga, hafa það verkefni þessar vikurnar að efla skólabraginn. Á því hafa menn ýmsan hátt og reynir sérstaklega á fjarnema í þessu verkefni. Elín María Jónsdóttir og Sindri Ólafsson leystu það þannig að senda jákvæðnikassa sem geymir miða með uppbyggilegum skilaboðum til að fólk fari jákvæðara inn í daginn.
Lesa meira
02.10.2015
Tuttugu og fimm nemendur skólans eru að leggja af stað til Danmerkur til vikudvalar. Þeir fá meðal annars að reyna sig á seglbretti við strönd Jótlands, klifra í trjám og skoða vindorkuver. Heimsóknin er liður í samstarfi MTR við Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi og koma nemendur þaðan hingað í apríl á næsta ári. Samskiptamál í verkefninu er danska.
Lesa meira
30.09.2015
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, starfar í 190 löndum, þar á meðal hér á landi. Samtökin berjast fyrir réttindum allra barna og leggja áherslu á að ná til þeirra sem helst eiga undir högg að sækja. ABC-barnahjálp veitir börnum hins vegar varanlega hjálp í formi menntunar. Þetta eru íslensk samtök, stofnuð 1988.
Lesa meira
29.09.2015
Í hinum fjölbreytta útivistaráfanga ÚTI2B er sjósund ein þeirra greina sem nemendur reyna sig við. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sjósundi og sjóböðum í köldum sjó við strendur Tröllaskaga. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Lesa meira