Fréttir

Samþætting ólíkra greina

Tuttugu og fimm nemendur skólans eru að leggja af stað til Danmerkur til vikudvalar. Þeir fá meðal annars að reyna sig á seglbretti við strönd Jótlands, klifra í trjám og skoða vindorkuver. Heimsóknin er liður í samstarfi MTR við Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi og koma nemendur þaðan hingað í apríl á næsta ári. Samskiptamál í verkefninu er danska.
Lesa meira

Hjálparsamtök kynnt

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, starfar í 190 löndum, þar á meðal hér á landi. Samtökin berjast fyrir réttindum allra barna og leggja áherslu á að ná til þeirra sem helst eiga undir högg að sækja. ABC-barnahjálp veitir börnum hins vegar varanlega hjálp í formi menntunar. Þetta eru íslensk samtök, stofnuð 1988.
Lesa meira

Sjósund

Í hinum fjölbreytta útivistaráfanga ÚTI2B er sjósund ein þeirra greina sem nemendur reyna sig við. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sjósundi og sjóböðum í köldum sjó við strendur Tröllaskaga. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Lesa meira

Hjólaskíði í haustinu

Nemendur í ÚTI2A fóru langt út fyrir þægindarammann og renndu sér á hjólaskíðum og línuskautum með stafi. Þetta er það sem er notað í staðinn fyrir gönguskíði á veturna og komu nemendur öllum á óvart með hæfni sinni. Þau voru mjög brött að prófa allt sem lagt var fyrir þau, bæði tækniæfingar og leiki og algjörlega óhrædd að bruna niður brekkur á hjólaskíðunum og línuskautunum.
Lesa meira

Kómedíuleikhús

Íslenskunemar og nemar á starfsbraut nutu sýningar Kómedíuleikhússins á Gretti. Þetta er kraftmikill einleikur sem fjallar um Gretti Ásmundarson, útlaga og einn mesta vandræðagemsa allra tíma. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson en leikstjóri Víkingur Kristjánsson. Marsibil G. Kristjánsdóttir gerði búninga og búður en Guðmundur Hjaltason tónlistina.
Lesa meira

Gestafyrirlesari

Johannes Bierling, myndlistarmaður frá Freiburg í Þýskalandi var gestafyrirlesari í myndlist og gerðu nemendur góðan róm að því sem hann hafði fram að færa. Hann greindi frá og sýndi aðstæður sínar í heimalandinu og fjallaði um nám og kennslu í listgrein sinni á heimaslóð.
Lesa meira

Miðannarvika 12- 16. október

Við minnum nemendur á miðannarviku sem er 12. – 16. október n.k. Öllum nemendum í dagskóla er skylt að skrá sig í áfanga. Nemendur í fjarnámi geta einnig skráð sig en mætingarskilda er í alla áfangana. Áfangar eru metnir sem val eða bundið val eftir innihaldi áfangans og námsbraut hvers nemanda og stytta þannig námstíma nemenda.
Lesa meira

Atvinnulífssýning

Á veggjum skólans hanga veggspjöld þar sem atvinnulíf samtímans er kynnt. Sýningin er í tengslum við frumkvöðlaáfangann okkar, Tröllaskagaáfanga sem er skylduáfangi fyrir alla nemendur. Veggspjöldin eru hluti stórrar atvinnulífssýningar sem 35 fyrirtæki í öllum starfsgreinum gerðu í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Nemendur eru hvattir til að skoða sýninguna.
Lesa meira

Nýnemadagur

Eftir hádegið í dag voru nýnemar formlega boðnir velkomnir í skólann með pizzuveislu. Eftir að veitingunum höfðu verið gerð góð skil brugðu nemendur á leik á sparkvellinum undir stjórn nemendaráðs en sauðkindurnar sem til stóð að reka gegn um bæinn létu hins vegar bíða eftir sér.
Lesa meira

Ljóðræn uppákoma

Hópur nemenda í Tröllaskagaáfanga valdi ljóð sem þema í viðburð sinn í anddyri skólans. Flutt voru þrjú frumsamin ljóð auk hins góðkunna ljóðs Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson. Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir og Sif Þórisdóttir sem fluttu Fjallgöngu og tileinkuðu flutninginn gangnamönnum í Ólafsfirði sem smala í dag.
Lesa meira