Nám í fisktækni

Dalvíkurhöfn mynd GK
Dalvíkurhöfn mynd GK
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Fisktækniskóli Íslands og MTR hafa sameinast um að bjóða upp á kennslu í fisktækni. Um þrjátíu nemendur eru að hefja námið þessa dagana. Kennslan fer fram á Dalvík en nemendurnir bætast í nemendahóp MTR. Þrír kennarar í jafn mörgum áföngum bætast í kennarahóp skólans. MTR ber ábyrgð á náminu.

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Fisktækniskóli Íslands og MTR hafa sameinast um að bjóða upp á kennslu í fisktækni. Um þrjátíu nemendur eru að hefja námið þessa dagana. Kennslan fer fram á Dalvík en nemendurnir bætast í nemendahóp MTR. Þrír kennarar í jafn mörgum áföngum bætast í kennarahóp skólans. MTR ber ábyrgð á náminu.

Svanfríður Inga Jónasdóttir, fyrrverandi þingmaður og bæjarstjóri á Dalvík stýrir fikstæknináminu. Áformað er að kennsla fari fram tvisvar í viku eftir vinnudag í fiskvinnslunni. Fisktækniskóli Íslands hefur verið frumkvöðull í að skilgreina nám á sviði fisktækni og skilgreint námsbraut með því heiti. Námið er skipulagt fyrir fjórar annir en allir nemendur hafa lokið raunfærnimati og með með því flýta þeir umtalsvert fyrir sér. Fisktækniskólinn leggur til námsefni í sérgreinum brautar og veitir ráðgjöf við framkvæmd vinnustaðanáms. SÍMEY sér um raunfærnimatið og hluta kennslunnar, auk þess að veita náms- og starfsráðgjöf.