Fréttir

Innritun eldri nema og fjarnema á haustönn 2016

Mánudaginn 4. apríl hefst innritun eldri nemenda og fjarnema fyrir haustönn 2016. Stendur hún yfir til 31. maí. Eldri nemar (aðrir en 10. bekkingar) sem ætla að stunda dagskólanám innrita sig á menntagatt.is en þeir sem vilja stunda fjarnám innrita sig á innritunarvef skólans.
Lesa meira

Póstkort frá Singapúr

Nemendum í MTR eru farin að berast póstkort frá Singapúr sem svör við kortum sem þeir sendu þangað fyrr í vetur. Athyglisvert er að bera saman ólíkan stíl póstkorta hér á landi og austur þar. MTR-ingarnir notuðu mest landslag og mat á sín póstkort. Að austan koma hins vegar póstkort með stórum, nýtískulegum byggingum og fólki.
Lesa meira

ISIS og flóttamenn

Í stjórnmálafræðiáfanga á öðru þrepi fjalla nemendur einu sinni í viku um þau mál af pólistískum og félagslegum toga sem hæst ber í fréttum. Ólína Ýr Jóakimsdóttir var með kynningu um ISIS í síðasta tíma og Ólöf Rún Ólafsdóttir um flóttamenn. Í umræðum eftir kyningarnar komu fram talsvert skiptar skoðanir um móttöku flóttamanna.
Lesa meira

Frelsi og þol í parkour

Í parkour eru engar reglur og maður keppir því við sjálfan sig segir Patrekur Þórarinsson, einn þeirra sem naut kennslu Hallgríms Þórs Harðarsonar í miðannarvikunni. Iðkendum þessarar íþróttar fer fjölgandi og fyrir marga verður það að lífsstíl að stunda hana á hverjum degi. Mikil ánægja var með námskeiðið í miðannarvikunni eins og myndirnar bera með sér
Lesa meira

Úrvinnsla hugmynda

Upphaf helstu listaverka samtímans – og líka í fortíðinni – er góð hugmynd sem varð að veruleika. En hvernig vinnum við úr skapandi hugmyndum? Við því er ekki alltaf borðleggjandi svar. En til eru aðferðir og reglur sem hægt er að læra og fylgja til að auka líkur á árangri.
Lesa meira

Hundasleðaíþróttin í MTR

Í áfanganum ÚTIV2ÚS05 og ÚTIV3SV05 í Menntaskólanum á Tröllaskaga fengu nemendur að prófa hundasleðaíþróttina á Ólafsfjarðarvatni sem er nú snævi þakið og tilvalið til útiveru. Leiðbeinendur voru María Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Ómarsson en þau koma frá Akureyri en Lísebet Hauksdóttir er kennari í þessum áfánga.
Lesa meira

Efnafræðitilraunir

Hópur nemenda skemmti sér í miðannarvikunni við tilraunir þar sem „ekki Newtonvökvi“ og natríum komu við sögu. Natríum hvarfast hratt þegar það kemur í vatn og Það getur kviknar í því. Svokallaður „ekki Newtonvökvi“ er gæddur þeim óvenjulega eiginleika að breyta um form þegar kýlt er í hann.
Lesa meira

Íshokkíkonur gera það gott

Í Jaca á Spáni stendur yfir heimsmeistarakeppni í íshokkí kvenna. Íslenska landsliðið tekur þátt í 2. deild B. Þorbjörg Eva Geirsdóttir, fjarnemi við skólann, spilar í vörninni. Liðið lék fyrsta leik sinn gegn Tyrkjum á mánudag og vann 8:1. Í gær var keppt við Nýsjálendinga sem voru að koma niður úr næstu deild. Stúlkurnar okkar gerðu sér þó lítið fyrir og unnu 8:2.
Lesa meira

Glæslegir blakarar

Í áfanganum ÍÞRG1BL02 í Menntaskólanum á Tröllaskaga fara nemendur á kostum í blaki og ákvað kennari þeirra Lísebet Hauksdóttir að skella þeim út fyrir þægindarammann og skrá þá á blakmót. Samtals voru fjörutíu og þrjú lið skráð til keppni í fjórum deildum og kom okkar hópur inn sem byrjendur í 4. deild.
Lesa meira

Endurvinnsla í miðannarviku

Litríkar töskur og fleiri skrautlegir hlutir urðu til í áfanganum „endurvinnsla úr plasti“ í miðannarvikunni. Nemendur fengu tækifæri til hugmyndavinnu á eigin forsendum og kynntust sjálfbærni á jákvæðan hátt. Í lok vikunnar var haldin sýning á gripunum sem gerðir voru á námskeiðinu. Kennari var Halldóra Gestsdóttir, MA í listkennslu.
Lesa meira