Fréttir

Synt yfir Ólafsfjörð

Nemendur í áfanganum hreysti og menning hafa undanfarna viku gengið í hús og safnað áheitum vegna sjósunds, sem synt var á laugardaginn. Tilgangurinn var að afla fjár til Alicanteferðar í október. Hópurinn synti yfir Ólafsfjörð - frá bryggjunni á Kleifum og inn í Ólafsfjarðarhöfn. Vegalengdin er rúmlega 1.8 km og gekk sundið einstaklega vel.
Lesa meira

Stækkun skólahússins

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við skólann. Áætlað er að byggingin verði tilbúin í ágúst á næsta ári og mun hún bæta stórlega alla aðstöðu nemenda. Byggingin verður rúmlega 200 m2 og þar verður matar-, félags, og fundaraðstaða.
Lesa meira

Þjálfun leikskólabarna

Nemendur í áfanganum barna- og unglingaþjálfun gerðu íþróttahúsið klárt til að taka á móti duglegum krökkum af efstu deild Leikhóla í Fjallabyggð. Ekki var að sjá að nemendur Menntaskólans hafi skemmt sér minna en 5 ára krakkarnir og það var mikið sprellað. Þetta árið er metþátttka í þessum áfanga og eru 16 nemendur sem hjálpast að við að leysa verklega hlutann. Lísebet Hauksdóttir er kennari í þessum áfanga og fylgist með af hliðarlínunni og skráir upplýsingar í tímunum sem fara fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði.
Lesa meira

Leikið með móðurmálið

Nemendur í ÍSLE2RB hjá Margréti vinna þessa dagana hörðum höndum að því að efla og bæta ritun sína með margvíslegum hætti. Mjög mikilvægt er að hafa ríkan orðaforða og gott málfar bæði í ræðu og riti, og ekki spillir að geta leikið sér svolítið með tungumálið.
Lesa meira

Fjölbreyttar íþróttir á starfsbraut

Á þessari önn kynnast nemendur á starfsbraut skólans fjölda íþróttagreina sem og ýmsum leiðum til að stunda líkamsrækt. Kennslan fer fram bæði úti og inni; á íþróttavellinum, í íþróttasal, í ræktinni og sundlauginni. Í síðustu viku spreyttu nemendur sig í körfubolta og svo voru rifjaðir upp taktar fornkappa í hinni tígulegu íþróttagrein spjótkasti. Sáust þar flott tilþrif og allir sluppu heilir frá þeim æfingum.
Lesa meira

Samið við Grænland

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur samið við IKIIN, menntamálaráðuneyti heimastjórnarinnar í Grænlandi, um ráðgjöf við notkun upplýsingatækni í kennslu á framhaldsskólastigi og sérstaklega aðferðafræði fjarkennslu. Síðasta vetur komu fulltrúar frá IKIIN í skólann og vakti aðferðafræði skólans athygli þeirra og einnig lítið brotthvarf.
Lesa meira

Innritun í fjarnám á haustönn 2016 er lokið.

Lesa meira

Startað með sjósundi

Nemendur útivistaráfanga hófu námið með stæl og skelltu sér í sjósund í smábátahöfninni í Ólafsfirði í gær. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sundi og böðum í köldum sjó. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Lesa meira

Meiri metnað

Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í sjötta sinn í morgun. Skráðir nemendur eru um það bil þrjú hundruð, þar af liðlega eitt hundrað staðnemar í dagskóla. Lára Stefánsdóttir, skólameistari hvatti nemendur í setningarræðu sinni til að sýna metnað í námi.
Lesa meira

Skólaakstur

Skólaakstur hefst fimmtudaginn 18 ágúst. Akstur: Dalvík-Ólafsfjörður 08:00 frá Olís og 15:45 frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Upplýsingar um leiðina Siglufjörður-Ólafsfjörður er á heimasíðu Fjallabyggðar. http://www.fjallabyggd.is/is/moya/page/samgongur
Lesa meira