Stækkun skólahússins

Skóflustunga mund GK
Skóflustunga mund GK
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við skólann. Áætlað er að byggingin verði tilbúin í ágúst á næsta ári og mun hún bæta stórlega alla aðstöðu nemenda. Byggingin verður rúmlega 200 m2 og þar verður matar-, félags, og fundaraðstaða.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við skólann. Áætlað er að byggingin verði tilbúin í ágúst á næsta ári og mun hún bæta stórlega alla aðstöðu nemenda. Byggingin verður rúmlega 200 m2 og þar verður matar-, félags, og fundaraðstaða.
Enn fremur undirrituðu ráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar viljayfirlýsingu um leigu ríkisins á viðbyggingunni. Fram kom í máli ráðherra að gert hefði verið ráð fyrir fjármögnun þess í langtímaáætlunum. Einnig kom hann inn á að með þessari byggingu væri stutt við það starf sem fram færi í skólanum og hefði á svo margan hátt skapað honum sérstöðu meðal framhaldsskóla landsins. Myndir