Leikið með móðurmálið

Mynd Margrét Laxdal
Mynd Margrét Laxdal
Nemendur í ÍSLE2RB hjá Margréti vinna þessa dagana hörðum höndum að því að efla og bæta ritun sína með margvíslegum hætti. Mjög mikilvægt er að hafa ríkan orðaforða og gott málfar bæði í ræðu og riti, og ekki spillir að geta leikið sér svolítið með tungumálið.

Nemendur í ÍSLE2RB hjá Margréti vinna þessa dagana hörðum höndum að því að efla og bæta ritun sína með margvíslegum hætti. Mjög mikilvægt er að hafa ríkan orðaforða og gott málfar bæði í ræðu og riti, og ekki spillir að geta leikið sér svolítið með tungumálið.
Í þeim tilgangi glíma nemendur m.a. við vísnagátur og orðabrellur af ýmsum toga og sýna býsna góða útsjónarsemi við lausn þeirra. Í vísnagátum og orðabrellum þarf að finna lausnarorð úr hverri línu vísunnar og úr þeim öllum finnst svo heildarlausnarorðið.  

Dæmi um vísnagátu
(Ármann Dalmannsson):

Tré og blómi er ég á,
oft til skrauts á þili.
Margir hjá mér fréttir fá.
Fest er ég við kili.

(Lausnarorðið er 'blað')
Dæmi um orðabrelluvísu
(Gunnar Kr. Sigurjónsson):

Inniheldur mæta mynd,
matarborðið toppar.
Flýgur yfir efsta tind,
alla bíla stoppar.

(Lausnarorðið er 'diskur')
 
Þá hafa nemendur einnig leikið sér með íslenska málshætti og orðtök með aðstoð upplýsingatækninnar. Fengu þeir m.a. lista yfir íslenska málshætti sem höfðu farið í gegnum enska þýðingu hjá Google Translate með misjafnlega skýrum árangri. Áttu nemendur að finna út hvernig málshættirnir litu út fyrir þýðinguna og beittu þeir til þess öllum ráðum upplýsingartækninnar ásamt samræðum sín á milli.

Dæmi um málshætti eftir Google Translate:

Each is its own fate
(Hver er sinnar gæfu smiður)
Award of Aurum Monkey
(Margur verður af aurum api)
 
Heilasellurnar hafa því haft nóg að gera hjá þessum nemendum sem standa sig með stakri prýði og hella sér í verkefnin af miklum móð. Myndir