Synt yfir Ólafsfjörð

Synt yfir Ólafsfjörð
Synt yfir Ólafsfjörð
Nemendur í áfanganum hreysti og menning hafa undanfarna viku gengið í hús og safnað áheitum vegna sjósunds, sem synt var á laugardaginn. Tilgangurinn var að afla fjár til Alicanteferðar í október. Hópurinn synti yfir Ólafsfjörð - frá bryggjunni á Kleifum og inn í Ólafsfjarðarhöfn. Vegalengdin er rúmlega 1.8 km og gekk sundið einstaklega vel.

Nemendur í áfanganum hreysti og menning hafa undanfarna viku gengið í hús og safnað áheitum vegna sjósunds, sem synt var á laugardaginn. Tilgangurinn var að afla fjár til Alicanteferðar í október.  Hópurinn synti yfir Ólafsfjörð - frá bryggjunni á Kleifum og inn í Ólafsfjarðarhöfn. Vegalengdin er rúmlega 1.8 km og gekk sundið einstaklega vel.
Sjór var spegilsléttur og veður hið ákjósanlegasta til sjósunds og kom það nemendunum einkar vel.
Björgunarsveitin fylgdi nemendum eftir á slöngubátum og var sá háttur hafður á að einn synti í einu.
Kennarar í þessum áfanga eru Lísebet Hauksdóttir og Ida Semey en Lísebet gerði sér lítið fyrir og synti alla leið með nemendum og studdi þá. Tæplega fimm hundruð þúsund krónur söfnuðust í áheitunum og þakkar hópurinn góðar móttökur og stuðning.  Myndir   Myndband