Fréttir

Innritun í fjarnám á haustönn 2016 er lokið.

Lesa meira

Startað með sjósundi

Nemendur útivistaráfanga hófu námið með stæl og skelltu sér í sjósund í smábátahöfninni í Ólafsfirði í gær. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sundi og böðum í köldum sjó. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Lesa meira

Meiri metnað

Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í sjötta sinn í morgun. Skráðir nemendur eru um það bil þrjú hundruð, þar af liðlega eitt hundrað staðnemar í dagskóla. Lára Stefánsdóttir, skólameistari hvatti nemendur í setningarræðu sinni til að sýna metnað í námi.
Lesa meira

Skólaakstur

Skólaakstur hefst fimmtudaginn 18 ágúst. Akstur: Dalvík-Ólafsfjörður 08:00 frá Olís og 15:45 frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Upplýsingar um leiðina Siglufjörður-Ólafsfjörður er á heimasíðu Fjallabyggðar. http://www.fjallabyggd.is/is/moya/page/samgongur
Lesa meira

Gagnleg heimsókn

Ákvarðanir voru teknar um ákveðin samstarfsverkefni á sameiginlegum vinnudegi kennara í Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og Menntaskólans á Tröllaskaga í dag. Reifaðar voru hugmyndir að öðru samstarfi sem krefst nánari umræðu og útfærslu. Kennara FAS komu að austan og nutu gærkvöldsins með heimamönnum yfir ljúffengum veitingum á Kaffi Klöru.
Lesa meira

Leiðbeiningar um innskráningu á Innu

Hér fylgja leiðbeiningar til nýnema um hvernig þeir tengjast nemendakerfi skólans, Innu. Þar er að finna allar upplýsingar um nemendur, námsferil og stundatöflu. Stundatöflur eru ekki prentaðar út og verða nemendur að nálgast þær á Innu.
Lesa meira

Opnað eftir sumarfrí

Nú eru starfsmenn komnir til vinnu eftir gott sumarfrí. Undirbúningur skólaársins er alltaf spennandi og hlökkum við til að fást við það verkefni og bíðum spennt eftir nemendunum okkar sem byrja 18. ágúst.
Lesa meira

Stofnun ársins 2016

Þau gleðilegu tíðindi bárust í maí að Menntaskólinn á Tröllaskaga hefði unnið titilinn Stofnun ársins 2016 í flokki meðalstórra stofnana. Er þetta ekki síst gleðilegt í ljósi þess að við unnum þennan sama titil fyrir ári síðan og gaman að halda honum og hækka í einkunn. SFR stendur fyrir könnuninni í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið en Gallup framkvæmir könnunina. Könnunin er ein stærsta vinnumarkaðskönnun sem unnin er hér á landi.
Lesa meira

Skólaheimsóknir

Í tveggja daga ferð á Vesturland náðu starfsmenn MTR að heimsækja starfsmenn í Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Fyrrnefnda heimsóknin var í rauninni almenn kynnisferð en í Grundarfirði kynntu starfsmannahóparnir hvor fyrir öðrum ýmsa markverða hluti og aðferðir úr starfi sínu í samræðuhópum.
Lesa meira

Skráning í fjarnám – haustönn 2016

Nú stendur yfir skráning í fjarnám á haustönn 2016 í áfanga þar sem enn er laust pláss. Fjarnemar sem hafa fengið námsvist staðfesta sjá það inn í Innu.
Lesa meira