Fréttir

Útidanska og jarðvarmi

Nemendur frá Danmörku úr Fjordvang Ungdomsskole heimsóttu okkur á sunnudag og verða hér fram á fimmtudag. Skólinn er samstarfsskóli sem hópur MTR-nema heimsótti á haustönninni. Gestirnir gista heima hjá okkar krökkum, það er skemmtileg áskorun fyrir alla og hefur gengið vel. Danirnir eru agndofa yfir landslaginu á Íslandi og þá sérstaklega fjöllunum sem umlykja okkur á Tröllaskaga.
Lesa meira

Afsögn forsætisráðherra

Í stjórnmálafræði voru tveir nemendur með kynningar í morgun og fjölluðu báðar um afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar sjónvarpsþáttarins Kastljóss á sunnudag sem byggði á upplýsingaleka frá Panama. Aðalsteinn Ragnarsson fjallaði einkum um þá neikvæðu athygli sem málið hefur vakið í öðrum löndum.
Lesa meira

Gleðidagur

Nemendafélagið bauð upp á veislu í morgunkaffinu. Á borðum voru marzipanterta og súkkulaðikaka. Runnu kökurnar ljúflega niður með súkkulaðikakói og rjóma eða eplasafa. Markmiðið – að allir færu glaðir inn í helgina - virðist hafa tekist prýðilega því allir voru mjög ánægðir með veitingarnar.
Lesa meira

Innritun eldri nema og fjarnema á haustönn 2016

Mánudaginn 4. apríl hefst innritun eldri nemenda og fjarnema fyrir haustönn 2016. Stendur hún yfir til 31. maí. Eldri nemar (aðrir en 10. bekkingar) sem ætla að stunda dagskólanám innrita sig á menntagatt.is en þeir sem vilja stunda fjarnám innrita sig á innritunarvef skólans.
Lesa meira

Póstkort frá Singapúr

Nemendum í MTR eru farin að berast póstkort frá Singapúr sem svör við kortum sem þeir sendu þangað fyrr í vetur. Athyglisvert er að bera saman ólíkan stíl póstkorta hér á landi og austur þar. MTR-ingarnir notuðu mest landslag og mat á sín póstkort. Að austan koma hins vegar póstkort með stórum, nýtískulegum byggingum og fólki.
Lesa meira

ISIS og flóttamenn

Í stjórnmálafræðiáfanga á öðru þrepi fjalla nemendur einu sinni í viku um þau mál af pólistískum og félagslegum toga sem hæst ber í fréttum. Ólína Ýr Jóakimsdóttir var með kynningu um ISIS í síðasta tíma og Ólöf Rún Ólafsdóttir um flóttamenn. Í umræðum eftir kyningarnar komu fram talsvert skiptar skoðanir um móttöku flóttamanna.
Lesa meira

Frelsi og þol í parkour

Í parkour eru engar reglur og maður keppir því við sjálfan sig segir Patrekur Þórarinsson, einn þeirra sem naut kennslu Hallgríms Þórs Harðarsonar í miðannarvikunni. Iðkendum þessarar íþróttar fer fjölgandi og fyrir marga verður það að lífsstíl að stunda hana á hverjum degi. Mikil ánægja var með námskeiðið í miðannarvikunni eins og myndirnar bera með sér
Lesa meira

Úrvinnsla hugmynda

Upphaf helstu listaverka samtímans – og líka í fortíðinni – er góð hugmynd sem varð að veruleika. En hvernig vinnum við úr skapandi hugmyndum? Við því er ekki alltaf borðleggjandi svar. En til eru aðferðir og reglur sem hægt er að læra og fylgja til að auka líkur á árangri.
Lesa meira

Hundasleðaíþróttin í MTR

Í áfanganum ÚTIV2ÚS05 og ÚTIV3SV05 í Menntaskólanum á Tröllaskaga fengu nemendur að prófa hundasleðaíþróttina á Ólafsfjarðarvatni sem er nú snævi þakið og tilvalið til útiveru. Leiðbeinendur voru María Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Ómarsson en þau koma frá Akureyri en Lísebet Hauksdóttir er kennari í þessum áfánga.
Lesa meira

Efnafræðitilraunir

Hópur nemenda skemmti sér í miðannarvikunni við tilraunir þar sem „ekki Newtonvökvi“ og natríum komu við sögu. Natríum hvarfast hratt þegar það kemur í vatn og Það getur kviknar í því. Svokallaður „ekki Newtonvökvi“ er gæddur þeim óvenjulega eiginleika að breyta um form þegar kýlt er í hann.
Lesa meira