Fréttir

Heilsuvernd og hreyfing

Miðannaráfanga um heilsuvernd og hreyfingu kennir Gurrý, þjálfari í Biggerst loser. Þar er markmiðið að efla vitund þátttakenda um heilsusamlegt líferni og forvarnir og að nemendur læri að ákveða mataræði án áhrifa frá markaðsöflum. Áfanginn skiptist í fyrirlestra og hreyfingu. Í dag voru meðal annars gerðar crossfitæfingar eins og myndirnar sýna.
Lesa meira

Furðuverur á ferli

Gestkvæmt var í skólanum í dag og allir gestirnir uppábúnir. Brugðið hefur fyrir ýmsum þekktum fígúrum úr teiknimyndum og jafnvel þjóðsögum. Stöku heimamaður hefur líka tekið á sig gervi og fór þar fremstur í flokki skólameistarinn. Nemendur og starfsmenn hafa notið söngs margra barna og þau hafa þegið sælgæti að launum.
Lesa meira

Þorbjörg Eva á heimsmeistaramóti

Á Akureyri stendur yfir stórmót í íshokkí. Þetta er heimsmeistaramót kvenna í 2. deild, B riðli. Meirihluti íslenska liðsins á rætur að rekja til Akureyrar, þar á meðal Þorbjörg Eva Geirsdóttir sem stundar nám við MTR. Hún býr í Noregi og er fjarnemi. Auk Íslands leika lið frá Rúmeníu, Mexíkó, Spáni, Tyrklandi og Nýja Sjálandi á mótinu.
Lesa meira

Sýrlenska eldhúsið

Nemendur og kennarar í áfanganum Matur og menning heimsóttu Rauða krossinn í dag og elduðu sýrlenskan mat. Tvær konur úr hópi flóttamanna Fayrouz og Joumana stýrðu þessu með Helen, sjálfboðaliða á Akureyri. Yngsti sonur Fayrouz, Abdul, tveggja mánaða var einnig með og bræddi nokkur hjörtu. MTR-liðið var aðeins á undan áætlun og fékk því stutta kynningu á starfi Rauða krossins í Eyjafirði áður en eldamennskan hófst.
Lesa meira

Lásum mest

Starfsmenn Menntaskólans á Tröllaskaga unnu sinn flokk í vinnustaðakeppni lestrarátaksins „Allir lesa“. Hópurinn var í miðflokknum, þar sem voru 18 lið með 10-29 liðsmenn. Tólf starfsmenn MTR voru í liðinu, sem er um helmingur starfsmanna skólans. Á þessi góða frammistaða sinn þátt í að Fjallabyggð endaði í öðru sæti í keppni sveitarfélaga, það voru aðeins Strandamenn sem lásu meira.
Lesa meira

Í beinni

Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga fylgdust með beinni útsendingu af landsliðsfólki Íslands í dag í skíðagöngu í undankeppni á Heimsmeistaramótinu í Lathi í Finnlandi, en þau eru fimm talsins. Skíðafélag Ólafsfjarðar á tvo fulltrúa á heimsmeistaramótinu og eru það þau Sævar Birgisson og Elsa Guðrún Jónsdóttir
Lesa meira

Gestir frá MA

Hópur kennara Menntaskólans á Akureyri kynnti sér náms- og kennsluhætti í MTR í dag. Þetta var fræðslu- og kynnisferð hjá þeim. Mikið var spurt um vinnubrögð við vikuskil og vikuverkefni, þjónustu við fjarnema, víðtæka notkun kennslukerfis, vendikennslu og fleira sem er einkennandi fyrir MTR.
Lesa meira

Grænlandsverkefni að ljúka

Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Valgerður Ósk Einarsdóttir, námskrárstjóri eru í Sisimiut á Grænlandi að leggja lokahönd á verkefni sem skólinn tekur þátt í. Lára er í nefnd á vegum grænlenska menntamálaráðuneytisins, sem er að móta tillögur um skipan fjarkennslu í framhaldsskólum.
Lesa meira

Úrval í miðannarviku

Viðfagngsefni sem nemendur geta valið úr í miðannarviku verða fjölbreyttari á þessari önn en nokkru sinni fyrr. Hægt er að velja milli fimm ólíkra áfanga sem kenndir verða hér Ólafsfirði en einnig eru í boði þrír áfangar í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Valið hefst á mánudag.
Lesa meira

Snjóleysi til vandræða

Nær autt er á láglendi á Tröllaskaga og mjög lítill snjór í fjöllum. Það veldur því að ekki er hægt að kenna áfangann „útvist í snjó“ eins og til stóð. Aðalviðfangsefnin eru, samkvæmt áfangalýsingu, æfingar á gönguskíðum, svigskíðum og fjallaskíðum í samræmi við markmið íþrótta- og útivistarbrautar.
Lesa meira