Fréttir

Leikið með móðurmálið

Nemendur í ÍSLE2RB hjá Margréti vinna þessa dagana hörðum höndum að því að efla og bæta ritun sína með margvíslegum hætti. Mjög mikilvægt er að hafa ríkan orðaforða og gott málfar bæði í ræðu og riti, og ekki spillir að geta leikið sér svolítið með tungumálið.
Lesa meira

Fjölbreyttar íþróttir á starfsbraut

Á þessari önn kynnast nemendur á starfsbraut skólans fjölda íþróttagreina sem og ýmsum leiðum til að stunda líkamsrækt. Kennslan fer fram bæði úti og inni; á íþróttavellinum, í íþróttasal, í ræktinni og sundlauginni. Í síðustu viku spreyttu nemendur sig í körfubolta og svo voru rifjaðir upp taktar fornkappa í hinni tígulegu íþróttagrein spjótkasti. Sáust þar flott tilþrif og allir sluppu heilir frá þeim æfingum.
Lesa meira

Samið við Grænland

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur samið við IKIIN, menntamálaráðuneyti heimastjórnarinnar í Grænlandi, um ráðgjöf við notkun upplýsingatækni í kennslu á framhaldsskólastigi og sérstaklega aðferðafræði fjarkennslu. Síðasta vetur komu fulltrúar frá IKIIN í skólann og vakti aðferðafræði skólans athygli þeirra og einnig lítið brotthvarf.
Lesa meira

Innritun í fjarnám á haustönn 2016 er lokið.

Lesa meira

Startað með sjósundi

Nemendur útivistaráfanga hófu námið með stæl og skelltu sér í sjósund í smábátahöfninni í Ólafsfirði í gær. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sundi og böðum í köldum sjó. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Lesa meira

Meiri metnað

Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í sjötta sinn í morgun. Skráðir nemendur eru um það bil þrjú hundruð, þar af liðlega eitt hundrað staðnemar í dagskóla. Lára Stefánsdóttir, skólameistari hvatti nemendur í setningarræðu sinni til að sýna metnað í námi.
Lesa meira

Skólaakstur

Skólaakstur hefst fimmtudaginn 18 ágúst. Akstur: Dalvík-Ólafsfjörður 08:00 frá Olís og 15:45 frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Upplýsingar um leiðina Siglufjörður-Ólafsfjörður er á heimasíðu Fjallabyggðar. http://www.fjallabyggd.is/is/moya/page/samgongur
Lesa meira

Gagnleg heimsókn

Ákvarðanir voru teknar um ákveðin samstarfsverkefni á sameiginlegum vinnudegi kennara í Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og Menntaskólans á Tröllaskaga í dag. Reifaðar voru hugmyndir að öðru samstarfi sem krefst nánari umræðu og útfærslu. Kennara FAS komu að austan og nutu gærkvöldsins með heimamönnum yfir ljúffengum veitingum á Kaffi Klöru.
Lesa meira

Leiðbeiningar um innskráningu á Innu

Hér fylgja leiðbeiningar til nýnema um hvernig þeir tengjast nemendakerfi skólans, Innu. Þar er að finna allar upplýsingar um nemendur, námsferil og stundatöflu. Stundatöflur eru ekki prentaðar út og verða nemendur að nálgast þær á Innu.
Lesa meira

Opnað eftir sumarfrí

Nú eru starfsmenn komnir til vinnu eftir gott sumarfrí. Undirbúningur skólaársins er alltaf spennandi og hlökkum við til að fást við það verkefni og bíðum spennt eftir nemendunum okkar sem byrja 18. ágúst.
Lesa meira