Fréttir

Ungmennaráð í heimsókn

UN Women vinna að jafnrétti, mannréttindum kvenna og efnahagslegri og pólitískri valdeflingu þeirra en gegn ofbeldi. Kristjana Björk Barðdal, Unnur Lárusdóttir og Alexandra Van Erven, allar í stjórn Ungmennaráðs UN Women heimsóttu skólann fyrir helgi og kynntu þetta mikilvæga starf.
Lesa meira

Innritun stendur yfir

Þriðjudaginn 1. nóvember hefst innritun nýrra dagskólanemenda og fjarnema fyrir vorönn 2017. Stendur hún yfir til 19. desember. Nemendur sem ætla að stunda dagskólanám innrita sig á menntagatt.is en þeir sem vilja stunda fjarnám innrita sig á innritunarvef skólans.
Lesa meira

Dagur myndlistar

Arnar Ómarsson heimsótti skólann í morgun og fjallaði um tækni og hvernig við notum tækni. Hann sýndi brot úr nýrri heimildarmynd HyperNormalisation sem Adam Curtis gerði fyrir BBC. Þar er fjallað um hvernig tölvukerfi hafa tekið yfir meira og meira af samfélaginu. Spurningin er hvort netið sé táknmynd – frelsi eða gildra og verið sé að búa til falska ímynd?
Lesa meira

MTR syngur á Kaffi Klöru

í gærkvöldi fluttu nemendur og kennarar skólans tónlist á Kaffi Klöru í Ólafsfirði. Fyrst sungu nemendur í kór skólans fjögur lög undir stjórn Lísebet Hauksdóttur og Rodrigo J. Thomas sem spilaði undir. Á eftir fluttu kennararnir nokkur lög. Við höfum yfirleitt horft á viðfangsefni nemenda í fréttum en að þessu sinni langar okkur að draga fram frábæran flutning kennaranna á sinni tónlist. Við erum auðug af hæfileikum hér í skólanum bæði meðal nemenda og kennara.
Lesa meira

Skólalífið gott

„Ég held að ég sé ekki tilbúin að kveðja skólann og yfirgefa þessa skemmtun“. Þetta upplýsir Erla Marý í grein í Framhaldsskólablaðinu. Hún segist hafa komist að því fyrir stuttu að hún gæti útskrifast um jólin en eftir miklar pælingar hafi hún ákveðið að láta það bíða vors vegna þess að skólalífið sé svo gott.
Lesa meira

Pólitískir gestir

Frambjóðendur hafa verið duglegir að heimsækja skólann síðustu daga eins og gott er í aðdraganda kosninga. Þeir hafa verið áhugasamir um skólastarfið og jákvæðir í garð skólans. Hlustuðu og skoðuðu, settu sig inn í mál og spjölluðu við nemendur og starfsmenn.
Lesa meira

Menningarferð á Sigló

Nemendur starfsbrautar gerðu sér dagamun í vikunni og brugðu sér í menningarferð til Siglufjarðar. Á Siglufirði er blómlegt menningarlíf og margt að sjá. Til að fá smá nasasjón af því sem þar er í gangi var ákveðið að fara á nokkra staði þó stoppað væri stutt á hverjum þeirra.
Lesa meira

Foreldrafundur um forvarnir í Fjallabyggð

Fundur um forvarnir verður haldinn fyrir foreldra nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga nk. miðvikudag 19. október kl. 19.30 í Tjarnarborg, Ólafsfirði. Framsöguerindi flytur fíkniefnateymi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Tökum höndum saman - fræðumst um forvarnir. Grunnskóli Fjallabyggðar Menntaskólinn á Tröllaskaga
Lesa meira

Tónlist á táknmáli

Hægt er að túlka tónlist á táknmáli og æfði nemendahópur sig á því í miðannarvikunni. Bæði er textinn túlkaður með táknum en látbragð er einnig notað til að koma til skila tilfinningum sem bundnar eru við tónlistina. Almennt fannst nemendum efni táknmálsáfangans fróðlegt og skemmtilegt.
Lesa meira

„Pöddur í matinn“

Smádýrasmiðja var eitt af námskeiðunum sem var boðið upp á miðannarvikunni. Fjallað var um gagn og tjón af smádýrum og bent á uppskriftir að mat úr skordýrum. Heimur smádýranna kynntur fyrir nemendum en síðan var þeim skipt í fjóra hópa sem unnu hver að sínum verkefnum.
Lesa meira