Snjóleysi til vandræða

Skíðasvæði mynd GK
Skíðasvæði mynd GK

Nær autt er á láglendi á Tröllaskaga og mjög lítill snjór í fjöllum. Það veldur því að ekki er hægt að kenna áfangann „útvist í snjó“ eins og til stóð. Aðalviðfangsefnin eru, samkvæmt áfangalýsingu, æfingar á gönguskíðum, svigskíðum og fjallaskíðum í samræmi við markmið íþrótta- og útivistarbrautar.

Tólf nemendur eru skráðir í áfangann. Lísebet Hauksdóttir, kennari áfangans og Óskar Þórðarson brautarstjóri hafa nú ákveðið að nemendurnir fari fyrsta kastið í að skipuleggja dvöl hóps ungs fólks frá Bretlandi á svæðinu en það er að undirbúa sig fyrir lögreglunám og fleira slíkt. Vonast er til að snjói seinna í vetur þannig að hægt verði að athafna sig á fjallskíðum, göngu- og svigskíðum á Tröllaskaga. Gerist það ekki verður nauðsynlegt að fara með hópinn í snjóþyngri byggðarlög til æfinga og kennslu.