Þorbjörg Eva Geirsdóttir
Á Akureyri stendur yfir stórmót í íshokkí. Þetta er heimsmeistaramót kvenna í 2. deild, B riðli. Meirihluti íslenska liðsins á rætur að rekja til Akureyrar, þar á meðal Þorbjörg Eva Geirsdóttir sem stundar nám við MTR. Hún býr í Noregi og er fjarnemi. Auk Íslands leika lið frá Rúmeníu, Mexíkó, Spáni, Tyrklandi og Nýja Sjálandi á mótinu.
Á föstudag fer hópur úr MTR til Akureyrar og fylgist með leiknum Ísland-Nýja Sjáland. Þetta eru nemendur útivistaráfanga en öðrum nemendum er velkomið að slást í hópinn.
Hægt er að fylgjast með mótinu á netinu. Streymi á leikjum er hér https://www.oz.com/ihi
Frétt um mótið hér http://www.ihi.is/is/moya/news/heimsmeistaramot-kvenna-hafid-a-akureyri og tölfræði á alþjóðasíðunni hér http://www.iihf.com/competition/616/