Hópur kennara Menntaskólans á Akureyri kynnti sér náms- og kennsluhætti í MTR í dag. Þetta var fræðslu- og kynnisferð hjá þeim. Mikið var spurt um vinnubrögð við vikuskil og vikuverkefni, þjónustu við fjarnema, víðtæka notkun kennslukerfis, vendikennslu og fleira sem er einkennandi fyrir MTR.
Þetta voru kennarar í náttúrulæsi og menningarlæsi sem kenna saman greinar til dæmis í náttúrulæsi jarðfræði og líffræði ásamt íslensku og í menningarlæsi eru þau að kenna saman sögu og samfélagsfræði ásamt íslensku. Menntaskólinn á Akureyri hefur einmitt þróað samþættingu greina á fjölbreyttan og athyglisverðan hátt.
Með í för voru einnig Sigurlaug aðstoðarskólameistari og Alma brautarstjóri.