Fréttir

Gestir frá MA

Hópur kennara Menntaskólans á Akureyri kynnti sér náms- og kennsluhætti í MTR í dag. Þetta var fræðslu- og kynnisferð hjá þeim. Mikið var spurt um vinnubrögð við vikuskil og vikuverkefni, þjónustu við fjarnema, víðtæka notkun kennslukerfis, vendikennslu og fleira sem er einkennandi fyrir MTR.
Lesa meira

Grænlandsverkefni að ljúka

Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Valgerður Ósk Einarsdóttir, námskrárstjóri eru í Sisimiut á Grænlandi að leggja lokahönd á verkefni sem skólinn tekur þátt í. Lára er í nefnd á vegum grænlenska menntamálaráðuneytisins, sem er að móta tillögur um skipan fjarkennslu í framhaldsskólum.
Lesa meira

Úrval í miðannarviku

Viðfagngsefni sem nemendur geta valið úr í miðannarviku verða fjölbreyttari á þessari önn en nokkru sinni fyrr. Hægt er að velja milli fimm ólíkra áfanga sem kenndir verða hér Ólafsfirði en einnig eru í boði þrír áfangar í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Valið hefst á mánudag.
Lesa meira

Snjóleysi til vandræða

Nær autt er á láglendi á Tröllaskaga og mjög lítill snjór í fjöllum. Það veldur því að ekki er hægt að kenna áfangann „útvist í snjó“ eins og til stóð. Aðalviðfangsefnin eru, samkvæmt áfangalýsingu, æfingar á gönguskíðum, svigskíðum og fjallaskíðum í samræmi við markmið íþrótta- og útivistarbrautar.
Lesa meira

Dagur leikskólans

Föngulegur hópur ungra nemenda í Leikskóla Fjallabyggðar heimsótti skólann í morgun í tilefni dags leikskólans. Þau skoðuðu skólann og fannst eðlisfræðistofan sérlega áhugaverð, einkum aðstaðan fyrir tilraunir með eiturefni og fleira. Hópurinn skoðaði líka félagsaðstöðu nemenda og þótti mikið til koma.
Lesa meira

Nemendum fjölgar

Liðlega þrjú hundruð og fimmtíu nemendur eru skráðir í nám við skólann á vorönninni. Þar af eru um eitt hundrað staðnemar en um tvö hundruð og fimmtíu fjarnemar. Þetta eru um tólf prósent fleiri nemendur en á haustönn. Reiknaðir ársnemar í fjárlögum ríkisins eru 125 fyrir þetta ár en á síðasta ári voru þeir 108.
Lesa meira

Afleiðingar sjómannaverkfalls

Rebekka Ellen Daðadóttir fjallaði um sjómannaverkfallið og afleiðingar þess í kynningu í stjórnmálafræðitíma í dag. Gert er ráð fyrir að nemendur fylgist með fréttum og séu viðræðuhæfir um helstu fréttamál meðan þeir sitja í áfanganum. Í ljós kom að svo var um sjómannaverkfallið en það kom nemendum nokkuð á óvart hve afleiðingar þess eru víðtækar.
Lesa meira

Heimsókn til Monterey

Menntaskólinn á Tröllaskaga er í samstarfi við Monterey Peninsula College (MPC) í Monterey í Kaliforníu um verkefni sem kallast „Shared Seas“ og fjallar um að við deilum hafinu. Verkefnið tengist listum, náttúru hafsins og sérstöðu staða við sjó. Í janúar fóru þau Lára Stefánsdóttir skólameistari, Bergþór Morthens listakennari og Tómas Atli Einarsson er kennir á tækjabúnað í ArtFabLab til Monterey ásamt Alice Liu forstöðumanni Listhúss í Fjallabyggð.
Lesa meira

Matur og menning

Viðfangsefni nemenda í áfanganum Matur og menning í morgun voru ættuð frá Spáni. Þetta er í þriðja sinn sem áfanginn er kenndur. Í fyrsta sinn var nokkuð um að nemendur lýstu efasemdum um framandi rétti en athugasemdir á borð við „oj-bara“ heyrast ekki lengur segir kennarinn, Ida Semey.
Lesa meira

Móðurmál og myndlist

Starfsbrautarnemendur spreyta sig nú í íslenskuáfanga sem kenndur er með nýju sniði. Blandað er saman námi í myndlist og móðurmáli. Nemendur semja sögur, ævintýri og ljóð og teikna svo og mála persónur sem þar koma fyrir og sögusvið þeirra.
Lesa meira