Fréttir

Veðurhamur og viðbrögð

Nemendur eru beðnir um að meta aðstæður áður en þeir leggja af stað í skóla og hafa samráð við forráðamenn séu þeir undir lögaldri. Skólaakstur frá Dalvík og Siglufirði er ákvarðaður af bifreiðastjórum sem sem bera ábyrgð á akstrinum. Strætó frá Akureyri tekur sínar ákvarðanir. Aki þeir ekki er það tilkynnt á síðu skólans þegar við fáum þær fregnir. Sé talið að veður hamli för eða sé áhættusamt, en skólabifreiðar og Strætó keyra, eru nemendur beðnir að tilkynna það á skrifstofu skólans. Nemendur stunda námið heima þá daga sem ferðaveður er ekki og hafa samband við kennara í Moodle, eða með öðrum hefðbundnum samskiptaaðferðum, gerist þess þörf. Engum skilafrestum er breytt.
Lesa meira

Sköpunartilraunir

Í áfanganum Inngangur að listum er markmiðið að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna. Nemendur skoðuðu í morgun og prófuðu hugbúnað og tæki sem notað er til að hanna og framleiða vörur og listmuni með geislaskurði.
Lesa meira

Haukur í ungmennráð Menntamálastofnunar

Haukur Orri Kristjánsson, nemandi á félags- og hugvísindabraut í MTR hefur tekið sæti í nýstofnuðu ungmennaráði Menntamálastofnunar. Í ungmennaráði stofnunarinnar situr fólk á aldrinum 14-18 ára í samræmi við þann vilja hennar að taka tillit til skoðana ungs fólks og gera það að þátttakendum í ákvörðunum stofnunarinnar.
Lesa meira

Ungmennaráð í heimsókn

UN Women vinna að jafnrétti, mannréttindum kvenna og efnahagslegri og pólitískri valdeflingu þeirra en gegn ofbeldi. Kristjana Björk Barðdal, Unnur Lárusdóttir og Alexandra Van Erven, allar í stjórn Ungmennaráðs UN Women heimsóttu skólann fyrir helgi og kynntu þetta mikilvæga starf.
Lesa meira

Innritun stendur yfir

Þriðjudaginn 1. nóvember hefst innritun nýrra dagskólanemenda og fjarnema fyrir vorönn 2017. Stendur hún yfir til 19. desember. Nemendur sem ætla að stunda dagskólanám innrita sig á menntagatt.is en þeir sem vilja stunda fjarnám innrita sig á innritunarvef skólans.
Lesa meira

Dagur myndlistar

Arnar Ómarsson heimsótti skólann í morgun og fjallaði um tækni og hvernig við notum tækni. Hann sýndi brot úr nýrri heimildarmynd HyperNormalisation sem Adam Curtis gerði fyrir BBC. Þar er fjallað um hvernig tölvukerfi hafa tekið yfir meira og meira af samfélaginu. Spurningin er hvort netið sé táknmynd – frelsi eða gildra og verið sé að búa til falska ímynd?
Lesa meira

MTR syngur á Kaffi Klöru

í gærkvöldi fluttu nemendur og kennarar skólans tónlist á Kaffi Klöru í Ólafsfirði. Fyrst sungu nemendur í kór skólans fjögur lög undir stjórn Lísebet Hauksdóttur og Rodrigo J. Thomas sem spilaði undir. Á eftir fluttu kennararnir nokkur lög. Við höfum yfirleitt horft á viðfangsefni nemenda í fréttum en að þessu sinni langar okkur að draga fram frábæran flutning kennaranna á sinni tónlist. Við erum auðug af hæfileikum hér í skólanum bæði meðal nemenda og kennara.
Lesa meira

Skólalífið gott

„Ég held að ég sé ekki tilbúin að kveðja skólann og yfirgefa þessa skemmtun“. Þetta upplýsir Erla Marý í grein í Framhaldsskólablaðinu. Hún segist hafa komist að því fyrir stuttu að hún gæti útskrifast um jólin en eftir miklar pælingar hafi hún ákveðið að láta það bíða vors vegna þess að skólalífið sé svo gott.
Lesa meira

Pólitískir gestir

Frambjóðendur hafa verið duglegir að heimsækja skólann síðustu daga eins og gott er í aðdraganda kosninga. Þeir hafa verið áhugasamir um skólastarfið og jákvæðir í garð skólans. Hlustuðu og skoðuðu, settu sig inn í mál og spjölluðu við nemendur og starfsmenn.
Lesa meira

Menningarferð á Sigló

Nemendur starfsbrautar gerðu sér dagamun í vikunni og brugðu sér í menningarferð til Siglufjarðar. Á Siglufirði er blómlegt menningarlíf og margt að sjá. Til að fá smá nasasjón af því sem þar er í gangi var ákveðið að fara á nokkra staði þó stoppað væri stutt á hverjum þeirra.
Lesa meira