Stórkostlegt tækifæri fyrir útivistarfólk og ævintýramennsku.

Tindaöxl
Tindaöxl

Nú á haustönn mun Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR) kenna annars vegar útivist og hins vegar fjallamennsku í 3 lotum yfir önnina. Tvær af lotunum verða þriggja daga og ein tveggja daga en ásamt því verður námsefni og verkefnaskil í gegnum netið (moodle).
Ekki láta þetta framhjá ykkur fara.
Hér að neðan eru tvö myndbönd sem gefa innsýn í starfið sem fram fer í MTR og hvetjum við þá sem hafa áhuga á að horfa á þau og hafa samband ef einhverjar spurningar eru.
Útivist: https://www.youtube.com/watch?v=8uOJJL8oMK8
Fjallamennska: https://www.youtube.com/watch?v=nBM-n6mlq8U&list=PLo-ay_RwYdJeZoCJSSkfTbubgSdrf72zF&index=2

Hægt er að sækja um á heimasíðu skólans https://www.mtr.is/is/fjarnam/skraning-i-fjarnam eða senda tölvupóst á birgitta@mtr.is