Vélmennafræði

Menntaskólinn á Tröllaskaga fær eina milljón króna úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins til verkefnis sem ber þann dularfulla titil vélmennafræði. Féð verður notað til að skipulegja áfanga þar sem kennd verður samsetning og forritun á hinum ýmsu vélmennum, svo sem Little Bits, Oxobot, Lego Mindstorm, Sphero, Arduino o.fl., sem sagt fullt af græjum. Nemendur læra grunnatriði í rafmagnsfræði og forritun miðað við styrkleika hvers og eins. Unnið verður með hin ýmsu tæki og forrit í áfanganum. Áfanginn er samkenndur með starfsbraut til að auka samvinnu milli starfsbrautarnemenda og nemenda á öðrum brautum. Áfanginn getur bæði bæði verið valáfangi á hug- og félagsvísindabraut og náttúrufræðibraut. Kennarar verða Inga Eiríksdóttir og Birgitta Sigurðardóttir

Að þessu sinni bárust Sprotasjóði 119 umsóknir um 266 milljónir. Veittir voru styrkir til 48 verkefna að upphæð rúmlega 61 milljón króna. Áherslur sjóðsins að þessu sinni voru „móðurmál í stafrænum heimi“, „lærdómssamfélag í skólastarfi“ og „leiðsagnarmat“.