Fréttir

Skapandi enskuverkefni

Á sýningu á fjölbreyttum verkum nemenda á haustönninni má meðal annars sjá lokaverkefni úr enskuáfanga á öðru þrepi. Uppleggið var að nýta tungumálið á skapandi hátt. Það bárust smásögur, leiðbeiningar um kvikmyndaförðun, ratleikir, myndband, myndasögur, sendibréf og forvarnabæklingur.
Lesa meira

Fjölbreytt sýning

Fjölbreytni var í fyrirrúmi á lokasýningu annarinnar í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Verk nemenda úr fjölmörgum námsgreinum voru til sýnis og kynntu nemendur verk sín. Auk þess söng hópur nemenda með kór eldriborgara úr Fjallabyggð og útskriftarnemendur seldu kökur og annað góðgæti til styrktar útskriftarferð sinni.
Lesa meira

Körfubolti

Í lok hverrar annar hafa nemendur og kennarar skapað þá hefð að keppa í þeirri íþróttagrein sem er kennd hverju sinni. Í þetta sinn var það körfubolti og voru þrjú lið skráð.
Lesa meira

Sýning haustannar

Laugardaginn 10. desember bjóða nemendur MTR gestum og gangandi að koma og skoða verkefni frá haustönninni. Sýningin er venju fremur fjölbreytt og gefur að líta ljósmyndir, málverk, vídeóverk, verk úr listasögu, heimspeki, ensku og fleiri námsgreinum.
Lesa meira

Ráðstefna í Rúmeníu

Kennarar MTR létu til sín taka á ráðstefnu Evrópskra samtaka um upplýsingatækni í skólastarfi (EcoMediaEurope) í Iasi í Rúmeníu í síðustu viku. Sex kennarar kynntu starf sitt og aðferðir fyrir kennurum frá fjölmörgum ríkjum.
Lesa meira

Sjósund í síðasta tímanum

Nemendur í lýðheisluáfanga luku önninni með glæsibrag. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér í sjósund í fjörunni í Ólafsfirði í hádeginu. Lofthiti var aðeins -2°C.
Lesa meira

Frumkvöðlaverðlaun Láru

Evrópsk samtök um upplýsingatækni í skólastarfi(EcoMediaEurope) hafa veitt Láru Stefánsdóttur, skólameistara MTR sérstaka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf á þessu sviði.
Lesa meira

Frábært hjá Tinnu

Tinna Óðinsdóttir, fjarnemi við MTR, keppti á heimsbikarmótinu í áhaldafimleikum sem haldið var í Þýskalandi um nýliðna helgi. Tinnu gekk mjög vel, hún komst í úrslit í gólfæfingum og endaði í sjötta sæti. Hún stefnir að því að ljúka stúdentsprófi af íþróttabraut í MTR um jólin og læra síðan sjúkraþjálfun við háskólann í Árósum í Danmörku.
Lesa meira

Vertu næs!

Innflytjendur hér á landi upplifa stundum fordóma og líka andstæðar væntingar heimamanna. Skilaboðin séu að þeir eigi að læra íslensku og tala hana en svo þegar þeir fari að æfa sig í daglegu lífi nenni ekki allir að hlusta og bíða eftir að þeir finni réttu orðin. Þetta kom fram hjá Aleksöndru Chilipala og Juan Camilo sem heimsóttu MTR í morgun og töluðu um væntingar fólks frá öðrum löndum sem vill búa á Íslandi. Bæði eru nýir Íslendingar og sérfræðingar í fjölmenningu.
Lesa meira

Fjarnám í heilbrigðisgreinum

Fjarmenntaskólinn og Fjölbrautaskólinn við Ármúla hafa samið um fjarnám í heilbrigðisgreinum. Stefnt er að því að bjóða fjarnám í læknaritaranámi, heilbrigðisritaranámi, tanntæknanámi, lyfjatækninámi og sjúkraliðanámi. Það eru bóklegir áfangar sem verða boðnir í fjarnámi en verklegir áfangar verða kenndir í lotum þar sem því verður við komið.
Lesa meira