Skólasetning

Skólasetning mynd Haukur Orri
Skólasetning mynd Haukur Orri

Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í áttunda sinn í morgun. Í skólann eru skráðir nær þrjú hundruð og sjötíu nemendur, þar af um eitt hundrað staðnemar. Þeir þurfa að venjast því að vinna með fólki sem statt er annars staðar og þeir sjá ef til vill aldrei. Bæði nemendum og starfsmönnum hefur fjölgað frá síðasta skólaári. Mörg samstarfsverkefni við erlenda skóla eru í gangi eða að hefjast og nemendur geta valið úr möguleikum til að taka þátt í áhugaverðum áföngum og ferðast til annarra landa. Lára Stefánsdóttir, skólameistari hvatti nemendur til þess í morgun að nýta þessi tækifæri til að skilja heiminn betur.