29.03.2017
Kynjamerkingar á salernum nemenda í MTR voru fjarlægðar í morgun og salernin eru orðin kynhlutlaus. Það voru Rebekka Ellen Daðadóttir og Marín Líf Gautadóttir í nemendaráði skólans sem fjarlægðu síðustu skiltin, sem á stóð „WC STÚLKUR“ og „DRENGIR“. Salerni kennara hafa aldrei verið kyngreind. Rebekka og Marín Líf segja að nútíminn sé bara þannig að það eigi allir að geta valið hvaða salerni þeir noti. Breytingin auðveldi lífið fyrir þá sem ekki eru vissir um kyn sitt. Þær stöllur sátu þing samtaka nemenda í framhaldsskólum um helgina og fengu þar ýmsar góðar hugmyndir. Þær fóru á fund Láru Stefánsdóttur skólameistara í gær og fóru meðal annars fram á kynhlutlaus salerni og tíðavörur, svo sem bindi og tappa. Rebekka segir að meistari hafi tekið mjög vel í málið, í skólanum sé nútímalegt starf og allir opnir fyrir því að hugmyndir nemenda verði að veruleika. Þær séu stoltar að geta tilkynnt um kynhlutlaus salerni og tíðavörur fyrir alla kvenmenn skólans.
Lesa meira
27.03.2017
Nemendur starfsbrautar brugðu sér á suðvesturhornið í síðustu viku til að taka þátt í hinni árlegu Hæfileikakeppni starfsbrauta. Keppnin fór að þessu sinni fram í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og 12 framhaldsskólar tóku þátt, auk þess sem nemendur tveggja skóla til viðbótar mættu til að njóta. Framlag starfsbrautar MTR var glæsileg stuttmynd sem nemendur brautarinnar tóku upp og unnu í miðannarvikunni með aðstoð grísku kvikmyndagerðarkonunnar Alkistis Terzi, sem dvalið hefur hér í sveitarfélaginu við listsköpun að undanförnu.
Lesa meira
22.03.2017
Fimm listamenn frá Kaliforníu tóku að sér alla myndlistarkennslu í skólanum í morgun. Unnið var útfrá þemanu „shared seas“ og verður afraksturinn til sýnis í Listhúsi Fjallabyggðar. Nemendur unnu með leirþrykk. Ýmsar fígúrur voru mótaðar í leirinn og hann síðan hulinn með prentbleki og þrykkt á pappír. Nemendum þótti veruleg nýbreytni að aðferðunum sem þeir lærðu í tímunum í morgun og sýndu áhuga sinn í verki eins og myndirnar sem fylgja fréttinni bera með sér.
Lesa meira
22.03.2017
Sóley Lilja Magnúsdóttir var með kynningu í stjórnmálafræðitíma í gær og valdi að gera grein fyrir afnámi hafta, sem var merkilegasta innlenda fréttin í síðustu viku að flestra mati. Sóley Lilja gerði grein fyrir átæðum þess að höftin voru sett á og hvernig þau virkuðu fyrir fólk og fyrirtæki. Fram kom að gjaldeyrishöft gætu aukið hættu á spillingu og einnig að áformað hefði verið að afnema þau miklu fyrr.
Lesa meira
15.03.2017
Nokkrir nemendur nutu leiðsagnar í matreiðslu, saumum og vefnaði í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað í miðannarvikunni. Auk formlegs náms kynntust þau nemendum úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað. Tilboðið var undir hatti Fjarmenntaskólans.
Lesa meira
15.03.2017
Tæplega þrjátíu manna hópur frá University Campus Weston and Weston College í grennd við Bristol á Eglandi var við æfingar hér í Ólafsfirði á vegum MTR á mánudag. Nemendurnir voru á aldrinum átján til tuttugu og eins árs. Þeir eru að undirbúa sig fyrir að verða lögreglu-, sérsveitar- eða hermenn í þjónustu hennar hátignar.
Lesa meira
13.03.2017
Þrír kennarar frá MTR störfuðu í hinni fornfrægu borg Riga, höfuðborg Lettlands, í miðannarvikunni og heimsóttu Hönnunar- og listaskólann, eða Rīgas Dizaina un Mākslas Vidusskola, eins og hann nefnist á lettneskri tungu. Sendiefndina frá Tröllaskaga skipuðu þau þau Karólína Baldvinsdóttir, Sigurður Mar og Valgerður Ósk Einarsdóttir.
Lesa meira
10.03.2017
Á námskeiðinu “Raspberry Pi spilakassi” samnýttu nemendur töfra forritunar, Raspberry Pi og Ikea til þess að búa til spilaborð, sem eru ólík öllu öðru. Þeir smíðuðu spilaborðið úr IKEA lack borði og notuð svo Raspberry Pi tölvu til að setja inn klassíska tölvuleiki. Auðvitað voru tilheyrandi stýripinni og takkar og hátalarar á hverju borði.
Lesa meira
10.03.2017
Nokkrir nemendur hafa í miðannarvikunni lært um stjörnufræði hjá Robert Louis Pells. Þetta hefur verið áhugavert og skemmtilegt námskeið segir Rebekka Ellen Daðadóttir. Hún segir þau hafi lært um sólkerfið, reikistjörnurnar og hvernig stjörnurnar, sólin og tunglin verða til.
Lesa meira
09.03.2017
Í einum áfanga miðannarvikunnar einbeitir hópurinn sér að því að skoða og skilgreina líkamstjáningu, öll skilaboðin sem við gefum, án orða, sum viljandi en önnur án þess að við vitum af. Gert verður myndband um samskipti af þessu tagi. Vinnuheitið er „Hundrað leiðir til að tjá sig“.
Lesa meira