Sóley Lilja Magnúsdóttir mynd HF
Sóley Lilja Magnúsdóttir var með kynningu í stjórnmálafræðitíma í gær og valdi að gera grein fyrir afnámi hafta, sem var merkilegasta innlenda fréttin í síðustu viku að flestra mati. Sóley Lilja gerði grein fyrir átæðum þess að höftin voru sett á og hvernig þau virkuðu fyrir fólk og fyrirtæki. Fram kom að gjaldeyrishöft gætu aukið hættu á spillingu og einnig að áformað hefði verið að afnema þau miklu fyrr.
Í umræðum eftir kynninguna var rætt um að nú þyrftu einstaklingar ekki lengur að sýna farseðla til útlanda til að kaupa gjaldeyri. Ekki þyrfti heldur að skila gjaldeyri sem ekki hefði verið eytt í útlandaferð en raunar sögðu allir að þeir þekktu engann sem hefði fylgt þeirri reglu. Nokkuð var líka rætt hvað krónusvæðið er lítið og hætta á sveiflum í gengi gjaldmiðils okkar. Nemandi sem pantar hluti frá útlöndum hafði tekið eftir því að krónan hefði styrkst mikið síðustu vikur. Þá kom fram að gjaldeyrishöft, ýmsar takmarkanir á viðskiptum með gjaldeyri, hefðu verið í gildi hér mest alla síðustu öld, þannig að frjáls gjaldeyrisviðskipti heyrðu í rauninni til undantekninga.