Kennarar frá Kaliforníu

Fimm listamenn frá Kaliforníu tóku að sér alla myndlistarkennslu í skólanum í morgun. Unnið var útfrá þemanu „shared seas“ og verður afraksturinn til sýnis í Listhúsi Fjallabyggðar. Nemendur unnu með leirþrykk. Ýmsar fígúrur voru mótaðar í leirinn og hann síðan hulinn með prentbleki og þrykkt á pappír. Nemendum þótti veruleg nýbreytni að aðferðunum sem þeir lærðu í tímunum í morgun og sýndu áhuga sinn í verki eins og myndirnar sem fylgja fréttinni bera með sér.

Listamennirnir heita Jamie Dagdigian, Claire Thorson, Margaret Niven, Robynn Smith og Isa Moe. Öll eru þau þroskaðir myndlistarmenn og reyndir kennarar. Þau taka þátt í verkefninu „shared seas“ sem er samstarfsverkefni MTR og Monterey Peninsula College (MPC) í Monterey í Kaliforníu. Verkefnið tengist listum, náttúru hafsins og sérstöðu staða við sjó. Það var því ekki tilviljun að fiskar af ýmsu tagi og fleiri lífverur úr sjónum voru áberandi í verkefnum nemenda í morgun. Hægt er að kynna sér samstarfsverkefni MPC og MTR nánar hér: https://www.mtr.is/is/skolinn/frettir/heimsokn-til-monterey

Fimmmenningarnir opna sýningu á myndverkum af ýmsu tagi í Listhúsinu á morgun, fimmtudaginn 23. mars kl. 19:00 – 21:00  Myndir