Þrír kennarar frá MTR störfuðu í hinni fornfrægu borg Riga, höfuðborg Lettlands, í miðannarvikunni og heimsóttu Hönnunar- og listaskólann, eða Rīgas Dizaina un Mākslas Vidusskola, eins og hann nefnist á lettneskri tungu. Sendiefndina frá Tröllaskaga skipuðu þau þau Karólína Baldvinsdóttir, Sigurður Mar og Valgerður Ósk Einarsdóttir.
Valgerður kynnti Tröllaskagamódelið fyrir nemendum og kennurum, Sigurður sagði frá fjarkennslu í listljósmyndun og aðferðum hugmyndavinnu og Karólína sagði frá listverkefninu Rót á Akureyri. Að auki voru Karólína og Sigurður með smiðjur í teiknun og ljósmyndun fyrir lettnesku nemendurna. Sigurður Mar segir að þetta hafi verið mjög áhugaverð ferð og fróðlegt að kynnast skóla þar sem handverkið er í hávegum haft en minni áhersla á sköpun og hugmyndavinnu eins og í MTR.
Með heimsóknunni endurguldu Karólína, Sigurður og Valgerður Ósk heimsókn Aija Kalvane, Inese og Santa, kennara við Hönnunar- og listaskólann í Riga sem hér voru um miðjan janúar og fylgdust með námi og kennslu á listabraut MTR. Skólinn þeirra er sérhæfður á sviði lista og sköpunar og hefur mikið og margvíslegt samstarf við atvinnulífið í Lettlandi. Myndir