Afurðir miðannarvikunnar gefnar

Börn á Leikhólum mynd GK
Börn á Leikhólum mynd GK

Á námskeiðinu “Raspberry Pi spilakassi” samnýttu nemendur töfra forritunar, Raspberry Pi og Ikea til þess að búa til spilaborð, sem eru ólík öllu öðru. Þeir smíðuðu spilaborðið úr IKEA lackborði og notuð svo Raspberry Pi tölvu til að setja inn klassíska tölvuleiki. Auðvitað voru tilheyrandi stýripinni og takkar og hátalarar á hverju borði.

Smíðuð voru þrjú borð, gult, rautt og grænt. Nemendur MTR í þessum miðannaráfanga afhentu svo nemendum á elstu stigum leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði sitt borðið hvorum hópi og eitt borð fengu nemendur í lengdri viðveru í grunnskólaskólahúsinu á Ólafsfirði. Það er óhætt að segja að nemendur leikskólanna og grunnskólans hafi verið ánægðir með gjöfina eins myndirnar sýna.

Kennari á námskeiðinu var Eyþór Máni Steinarsson og reiknum við með að hann eigi eftir að koma aftur og kenna svipaða áfanga síðar, enda fleiri leikskólar og grunnskólar á svæðinu sem hafa kannski áhuga á svona gjöf. Myndir