Sólkerfið í miðannarviku

Nokkrir nemendur hafa í miðannarvikunni lært um stjörnufræði hjá Robert Louis Pells. Þetta hefur verið áhugavert og skemmtilegt námskeið segir Rebekka Ellen Daðadóttir. Hún segir þau hafi lært um sólkerfið, reikistjörnurnar og hvernig stjörnurnar, sólin og tunglin verða til.

Horft hafi verið á áhugaverð myndskeið, teiknuð upp stjörnumerki og eitt þeirra skoðað nánar. Að lokum kynntu nemendur verkefni sem þeir höfðu valið sér. Þar bar meðal annars á góma reikistjörnuna Júpíter og útrýmingu risaeðlanna. Rebekka Ellen segir að þetta hafi verið áhugaverð vika sem heppnaðist vel. Myndir