06.02.2017
Föngulegur hópur ungra nemenda í Leikskóla Fjallabyggðar heimsótti skólann í morgun í tilefni dags leikskólans. Þau skoðuðu skólann og fannst eðlisfræðistofan sérlega áhugaverð, einkum aðstaðan fyrir tilraunir með eiturefni og fleira. Hópurinn skoðaði líka félagsaðstöðu nemenda og þótti mikið til koma.
Lesa meira
01.02.2017
Liðlega þrjú hundruð og fimmtíu nemendur eru skráðir í nám við skólann á vorönninni. Þar af eru um eitt hundrað staðnemar en um tvö hundruð og fimmtíu fjarnemar. Þetta eru um tólf prósent fleiri nemendur en á haustönn. Reiknaðir ársnemar í fjárlögum ríkisins eru 125 fyrir þetta ár en á síðasta ári voru þeir 108.
Lesa meira
31.01.2017
Rebekka Ellen Daðadóttir fjallaði um sjómannaverkfallið og afleiðingar þess í kynningu í stjórnmálafræðitíma í dag. Gert er ráð fyrir að nemendur fylgist með fréttum og séu viðræðuhæfir um helstu fréttamál meðan þeir sitja í áfanganum. Í ljós kom að svo var um sjómannaverkfallið en það kom nemendum nokkuð á óvart hve afleiðingar þess eru víðtækar.
Lesa meira
25.01.2017
Menntaskólinn á Tröllaskaga er í samstarfi við Monterey Peninsula College (MPC) í Monterey í Kaliforníu um verkefni sem kallast „Shared Seas“ og fjallar um að við deilum hafinu. Verkefnið tengist listum, náttúru hafsins og sérstöðu staða við sjó. Í janúar fóru þau Lára Stefánsdóttir skólameistari, Bergþór Morthens listakennari og Tómas Atli Einarsson er kennir á tækjabúnað í ArtFabLab til Monterey ásamt Alice Liu forstöðumanni Listhúss í Fjallabyggð.
Lesa meira
24.01.2017
Viðfangsefni nemenda í áfanganum Matur og menning í morgun voru ættuð frá Spáni. Þetta er í þriðja sinn sem áfanginn er kenndur. Í fyrsta sinn var nokkuð um að nemendur lýstu efasemdum um framandi rétti en athugasemdir á borð við „oj-bara“ heyrast ekki lengur segir kennarinn, Ida Semey.
Lesa meira
18.01.2017
Starfsbrautarnemendur spreyta sig nú í íslenskuáfanga sem kenndur er með nýju sniði. Blandað er saman námi í myndlist og móðurmáli. Nemendur semja sögur, ævintýri og ljóð og teikna svo og mála persónur sem þar koma fyrir og sögusvið þeirra.
Lesa meira
16.01.2017
Tuttugu og tveir eru skráðir í fisktækninám í MTR og stunda það af kappi. Námsgreinar á vorönn eru stærðfræði, íslenska og fiskvinnsluvélar. Námið er samstarfsverkefni Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, Fisktækniskóla Íslands og MTR.
Lesa meira
13.01.2017
Þrír kennarar við Hönnunar- og listaskólann í Riga í Lettlandi hafa í vikunni fylgst með námi og kennslu á listabraut MTR. Hönnunar- og listaskólinn var áður almennur framhaldsskóli en er nú sérhæfður á sviði lista og hönnunar. Nemendur eru tæplega fimm hundruð en kennarar tæplega eitt hundrað.
Lesa meira
12.01.2017
Tobias Kiel Lauesen er danskur listamaður sem rannsakar hegðun fólks og gerir tilraunir til að hafa áhrif á hana í verkum sínum. „Festur upp á þráð“ er verk þar sem hann notar eigin líkama við sviðsetningu tilraunar.
Lesa meira
03.01.2017
Kennsla hefst 4. janúar kl. 8:30, sá dagur er einnig síðasti skráningardagur í fjarnám við skólann. Stundatöflu má finna í Innu (www.inna.is), viðfangsefni náms allra nemenda verða þá tilbúin í Moodle (moodle.mtr.is).
Lesa meira