Fréttir

Tónlistarbúðir

Nemendur í tónlistaráfanga miðannarviku héldu líflega uppskeruhátið á Kaffi Klöru í gærkvöldi. Þar fluttu þau ábreiður frá ýmsum tónlistarmönnum, þar á meðal Sam Smith, Pink og Jessie J. Nemendur útsettu lögin sem þau fluttu sjálf og stóðu sig vel í því að mati kennara. Lokalag kvöldsins fluttu þau með Katrínu og var það með frumsömdum texta sem fjallaði um skólann.
Lesa meira

Landa- og menningarfræði í miðannarviku

Námið í áfanganum hófst á því að nemendur ræddu um heimsálfurnar og einstök lönd og tengdu nýlega atburði sem hafa verið í fréttum við staðina. Gömul merkileg mannvirki og dýralíf einstakra landsvæða bar einnig á góma og gerðu nemendur glærusýningar eða málverk til að túlka það sem þeir kynntu sér.
Lesa meira

Skyndihjálp í miðannarviku

Hvað á að gera ef maður kemur að slysi? Hvernig fer endurlífgun fram og hvernig á að veita sálrænan stuðning? Um þetta er fjallað í námsáfanga í skyndihjálp í miðannarvikunni. Námið er bæði bóklegt og verklegt hjá Hörpu Jónsdóttur frá Rauðakrossinum
Lesa meira

Námsferð til Alicante

Fjölbreytt viðfangsefni einkenndu ferð átján nemenda, tveggja kennara og eins foreldris til Alicante á Spáni í síðustu viku. Dagskrá var þétt alla átta dagana. Nemendur greiddu ferðina sjálfir en söfnuðu einnig í ferðasjóð sem dugði fyrir ferðum með sporvögnum og strætisvögnum, nokkrum máltíðum og fleiru.
Lesa meira

Jarðfræði Tröllaskaga

Í Héðinsfirði vakti athygli nemenda hvernig Fjarðaráin hlykkjast á leið sinni í stöðuvatnið. Gil og gljúfur einkenna ung vatnsföll en með tímanum verða þau flatbotna og bugður einkenna gömul vatnsföll. Aðdráttarafl jarðar skýrir bugðurnar (hlykkina) á ánni, það togar til hægri og vatnið kastast síðan til baka og skellur á vinstribakkanum.
Lesa meira

Menning, smádýr, söngur og skyndihjálp

Nemenda bíða ný, fjölbreytt og spennandi verkefni í næstu viku en þá er miðannarvika skólans. Margir ætla að kynna sér skyndihjálp hjá Hörpu Jónsdóttur hjá Rauðakrossinum en áfanginn er skylda fyrir nemendur á útivistarsviði. Aðrir hafa valið að fara í tónlistarbúðir hjá Katrínu Ýr sem er söngkona og býr í London. Valin verða verkefni tengd tónlistarflutningi til að vinna með og flytja á tónleikum. Hópur nemenda hefur valið að læra um skordýr. Þau gegna lykilstöðu í þurrlendisvistkerfum jarðarinnar, hafa mikil áhrif á samfélög manna og hringrás næringarefna.
Lesa meira

Hreyfing og menningarlæsi

Hópur í námsferð í Alicante á Spáni nýtur sólar og tuttugu og fimm stiga hita í dag. Hjólaferð er á dagskránni. Í gær lærðu nemendur meðal annars að rata og lesa kort, að vera ekki með múður við öryggisverði og klæða sig áður en farið er í sporvagn eða á veitingahús.
Lesa meira

Útilega í Héðinsfirði

Nemendur í áföngunum útivist og fjallamennsku fengu þá þraut að ganga að Vík í Héðinsfirði og gista þar í tjaldi yfir nótt. Þau voru búin að undirbúa sig með því að tjalda á skólalóðinni og voru skotfljót að því á áfangastað. Veðrið var hagstætt í þetta sinn - sól allan tímann.
Lesa meira

Menning í höfuðstaðnum

Tolli, Sara Oskarsson og Hildur Bjarnadóttir voru meðal listamanna sem nemendur í áföngunum MYNL2GM og MYNL3FM hittu í lista-og menningarferð til Reykjavíkur. Starfandi listamenn voru heimsóttir á vinnustofur sínar og helstu söfnin skoðuð. Ferðin var fábær og lifir með nemendum og kennara.
Lesa meira

Gist á fjöllum

Nemendur sem stunda nám útivist gengu að fjallaskálanum Mosa í vikunni en það er skáli sem er efst á Reykjaheiði á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Nemendur fóru í tveimur hópum og voru leiðsögumenn Gestur Hansson og Patrekur Þórarinsson.
Lesa meira