„Festur upp á þráð“

Mynd Tobias Kiel Lauesen
Mynd Tobias Kiel Lauesen

Tobias Kiel Lauesen er danskur listamaður sem rannsakar hegðun fólks og gerir tilraunir til að hafa áhrif á hana í verkum sínum. „Festur upp á þráð“ er verk þar sem hann notar eigin líkama við sviðsetningu tilraunar. Hann greindi frá listsköpun sinni og ferli í fyrirlestri á listabraut MTR.

Tobias Kiel Lauesen er upptekinn af sjálfsmyndum, raunverulegum og tilbúnum. Hann hefur meðal annars búið til listamann, persónu í hinum rafræna heimi og unnið listaverk í nafni hans. Á meðan á þessari tilraun stóð tóku þeir sem til þekktu eftir því að hann sjálfur vann fá verk. Lauesen var skiptinemi við Listaháskóla Íslands 2014 en hafði áður unnið með íslenskum listamönnum og tekið þátt í gjörningum sem vöktu talsverða athygli.