Afleiðingar sjómannaverkfalls

Rebekka Ellen Daðadóttir mynd HF
Rebekka Ellen Daðadóttir mynd HF

Rebekka Ellen Daðadóttir fjallaði um sjómannaverkfallið og afleiðingar þess í kynningu í stjórnmálafræðitíma í dag. Gert er ráð fyrir að nemendur fylgist með fréttum og séu viðræðuhæfir um helstu fréttamál meðan þeir sitja í áfanganum. Í ljós kom að svo var um sjómannaverkfallið en það kom nemendum nokkuð á óvart hve afleiðingar þess eru víðtækar.

Fréttamálið sem nemendur velja sér að fjalla um sérstaklega á að vera af vettvangi stjórnmála, efnahagsmála eða félagsmála í víðum skilningi. Frétt sem hefur fleiri en eina hlið, þar sem mismunandi hagsmunir vegast á, innlend eða erlend. Í dag var aðeins rætt um hvað taka skyldi fyrir í næstu viku og kom til tals að líta vestur um haf. Í ljós kom að nemendur höfðu fylgst vel með því sem þar er efst á baugi og höfðu á því talsverðar skoðanir.