Leikskólabörn mynd GK
Föngulegur hópur ungra nemenda í Leikskóla Fjallabyggðar heimsótti skólann í morgun í tilefni dags leikskólans. Þau skoðuðu skólann og fannst eðlisfræðistofan sérlega áhugaverð, einkum aðstaðan fyrir tilraunir með eiturefni og fleira. Hópurinn skoðaði líka félagsaðstöðu nemenda og þótti mikið til koma.
Horfði meðal annars á kynningu á lego til að sjá hve skjárinn er stór. Strákunum þótti athyglisvert að hér færi fram kennsla um tölvuleiki. Veitingar voru fram bornar – ávextir – enda hollustan í fyrirrúmi í leikskólanum og líka í MTR. Hópurinn tók lagið fyrir gestgjafana. Sum eiga systkyni, foreldra eða önnur skyldmenni í skólanum og vonandi verða sem flestir í þessum hópi nemendur hjá okkur í fyllingu tímans.
Dagur leikskólans er haldinn árlega og er markmiðið að vekja athygli á góðu starfi í leikskólum landsins. Myndir