17.12.2016
Sextán stúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í morgun. Sex af náttúrufræðibraut, fjórir af félags- og hugvísindabraut, tveir af íþrótta- og útivistarbraut, einn af listabraut og þrír með viðbótarnám til stúdentsprófs eftir starfsnám.
Lesa meira
16.12.2016
Haustútskrift skólans verður 17. desember klukkan 11:00 í Ólafsfjarðarkirkju. Allir velkomnir. Eftir útskrift eru allir gestir boðnir í léttar veitingar í skólanum.
Lesa meira
13.12.2016
Á sýningu á fjölbreyttum verkum nemenda á haustönninni má meðal annars sjá lokaverkefni úr enskuáfanga á öðru þrepi. Uppleggið var að nýta tungumálið á skapandi hátt. Það bárust smásögur, leiðbeiningar um kvikmyndaförðun, ratleikir, myndband, myndasögur, sendibréf og forvarnabæklingur.
Lesa meira
10.12.2016
Fjölbreytni var í fyrirrúmi á lokasýningu annarinnar í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Verk nemenda úr fjölmörgum námsgreinum voru til sýnis og kynntu nemendur verk sín. Auk þess söng hópur nemenda með kór eldriborgara úr Fjallabyggð og útskriftarnemendur seldu kökur og annað góðgæti til styrktar útskriftarferð sinni.
Lesa meira
09.12.2016
Í lok hverrar annar hafa nemendur og kennarar skapað þá hefð að keppa í þeirri íþróttagrein sem er kennd hverju sinni. Í þetta sinn var það körfubolti og voru þrjú lið skráð.
Lesa meira
07.12.2016
Laugardaginn 10. desember bjóða nemendur MTR gestum og gangandi að koma og skoða verkefni frá haustönninni. Sýningin er venju fremur fjölbreytt og gefur að líta ljósmyndir, málverk, vídeóverk, verk úr listasögu, heimspeki, ensku og fleiri námsgreinum.
Lesa meira
07.12.2016
Kennarar MTR létu til sín taka á ráðstefnu Evrópskra samtaka um upplýsingatækni í skólastarfi (EcoMediaEurope) í Iasi í Rúmeníu í síðustu viku. Sex kennarar kynntu starf sitt og aðferðir fyrir kennurum frá fjölmörgum ríkjum.
Lesa meira
06.12.2016
Nemendur í lýðheisluáfanga luku önninni með glæsibrag. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér í sjósund í fjörunni í Ólafsfirði í hádeginu. Lofthiti var aðeins -2°C.
Lesa meira
06.12.2016
Evrópsk samtök um upplýsingatækni í skólastarfi(EcoMediaEurope) hafa veitt Láru Stefánsdóttur, skólameistara MTR sérstaka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf á þessu sviði.
Lesa meira