Fréttir

Nýnemadagur

Nemendafélagið skipulagði sérstaka dagskrá fyrir helgina þar sem markmiðið var að nýnemar kynntust eldri nemum og gagnkvæmt. Félagið bauð upp á pizzu í hádeginu og síðan var farið í ýmsa leiki. Skipt var í tvö lið og keppt í sparkó og fótbolta á sparkvellinum.
Lesa meira

Jarðfræði með Jónasi

Mývatnssveit er fágætlega fjölbreytt kennslustofa í jarðfræði. Hópur nema í jarðfræðiáfanga notaði sér það fyrir helgina. Nemendur skoðuðu Dimmuborgir og kynntust því hvernig þær urðu til en litu líka á leirhveri á Hverarönd og í Leirhnjúki. Misgömul hraun voru líka skoðuð, Grjótagjá og gamli bærinn á Grænavatni.
Lesa meira

Nám í fisktækni

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Fisktækniskóli Íslands og MTR hafa sameinast um að bjóða upp á kennslu í fisktækni. Um þrjátíu nemendur eru að hefja námið þessa dagana. Kennslan fer fram á Dalvík en nemendurnir bætast í nemendahóp MTR. Þrír kennarar í jafn mörgum áföngum bætast í kennarahóp skólans. MTR ber ábyrgð á náminu.
Lesa meira

Byrjað að grafa

Stóreflis beltagrafa var flutt á lóð skólans í dag og umsvifalaust hófst gröftur fyrir viðbyggingu. Verkið var boðið út og samdi Fjallabyggð við BB byggingar sem áttu lægsta boð, liðlega hundrað og tíu milljónir króna. Aðeins eru tíu dagar síðan Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra tók fyrstu skóflustungu að byggingunni.
Lesa meira

Synt yfir Ólafsfjörð

Nemendur í áfanganum hreysti og menning hafa undanfarna viku gengið í hús og safnað áheitum vegna sjósunds, sem synt var á laugardaginn. Tilgangurinn var að afla fjár til Alicanteferðar í október. Hópurinn synti yfir Ólafsfjörð - frá bryggjunni á Kleifum og inn í Ólafsfjarðarhöfn. Vegalengdin er rúmlega 1.8 km og gekk sundið einstaklega vel.
Lesa meira

Stækkun skólahússins

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við skólann. Áætlað er að byggingin verði tilbúin í ágúst á næsta ári og mun hún bæta stórlega alla aðstöðu nemenda. Byggingin verður rúmlega 200 m2 og þar verður matar-, félags, og fundaraðstaða.
Lesa meira

Þjálfun leikskólabarna

Nemendur í áfanganum barna- og unglingaþjálfun gerðu íþróttahúsið klárt til að taka á móti duglegum krökkum af efstu deild Leikhóla í Fjallabyggð. Ekki var að sjá að nemendur Menntaskólans hafi skemmt sér minna en 5 ára krakkarnir og það var mikið sprellað. Þetta árið er metþátttka í þessum áfanga og eru 16 nemendur sem hjálpast að við að leysa verklega hlutann. Lísebet Hauksdóttir er kennari í þessum áfanga og fylgist með af hliðarlínunni og skráir upplýsingar í tímunum sem fara fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði.
Lesa meira

Leikið með móðurmálið

Nemendur í ÍSLE2RB hjá Margréti vinna þessa dagana hörðum höndum að því að efla og bæta ritun sína með margvíslegum hætti. Mjög mikilvægt er að hafa ríkan orðaforða og gott málfar bæði í ræðu og riti, og ekki spillir að geta leikið sér svolítið með tungumálið.
Lesa meira

Fjölbreyttar íþróttir á starfsbraut

Á þessari önn kynnast nemendur á starfsbraut skólans fjölda íþróttagreina sem og ýmsum leiðum til að stunda líkamsrækt. Kennslan fer fram bæði úti og inni; á íþróttavellinum, í íþróttasal, í ræktinni og sundlauginni. Í síðustu viku spreyttu nemendur sig í körfubolta og svo voru rifjaðir upp taktar fornkappa í hinni tígulegu íþróttagrein spjótkasti. Sáust þar flott tilþrif og allir sluppu heilir frá þeim æfingum.
Lesa meira

Samið við Grænland

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur samið við IKIIN, menntamálaráðuneyti heimastjórnarinnar í Grænlandi, um ráðgjöf við notkun upplýsingatækni í kennslu á framhaldsskólastigi og sérstaklega aðferðafræði fjarkennslu. Síðasta vetur komu fulltrúar frá IKIIN í skólann og vakti aðferðafræði skólans athygli þeirra og einnig lítið brotthvarf.
Lesa meira