Skapandi enskuverkefni

Á sýningu á fjölbreyttum verkum nemenda á haustönninni má meðal annars sjá lokaverkefni úr enskuáfanga á öðru þrepi. Uppleggið var að nýta tungumálið á skapandi hátt. Það bárust  smásögur, leiðbeiningar um kvikmyndaförðun, ratleikir, myndband, myndasögur, sendibréf og forvarnabæklingur.

Nemendur unnu þessi fjölbreyttu verkefni á þremur vikum með öðrum verkefnum. Kennarar í áfanganum eru Tryggvi Hrólfsson og Birgitta Sigurðardóttir. Sýningin í MTR er opin frá 8:30 til 16:00 út vikuna. Myndband