Kór eldriborgara og MTR
mynd GK
Fjölbreytni var í fyrirrúmi á lokasýningu annarinnar í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Verk nemenda úr fjölmörgum námsgreinum voru til sýnis og kynntu nemendur verk sín. Auk þess söng hópur nemenda með kór eldriborgara úr Fjallabyggð og útskriftarnemendur seldu kökur og annað góðgæti til styrktar útskriftarferð sinni.
Í lok hverrar annar sýna nemendur afrakstur námsins, í stað þess að þekking þeirra sé mæld á prófi er þekking þeirra mæld jafnt og þétt alla önnina og í fjölmörgum greinum má síðan sjá sýningarhæf viðfangsefni á lokasýningu annarinnar. Að þessu sinni mátti sjá viðtal við Sigurð Ægisson um bróður sinn Jón Ægisson og bók um Jón sem Kristín Sigurjónsdóttir gerði. Stórkostleg ljósmyndaverk mátti sjá um allan skóla, dularfullar konur, annað sjálf, heimildir um lífið á Siglunesi, og margt fleira. Athygli vakti hversu málverk voru litrík þetta árið og fjölbreytt, málaður fatnaður, landslag, forynjur, alter egó, túlkun á Ödipusarduld, og eigin útgáfur af frægum verkum listasögunnar.
Einnig sýndu nemendur í frumkvöðlafræði myndbönd af þekkingu sem þau búa yfir á ýmsum sviðum svo sem hundaþjálfun, gifsmótun, origami og fleira. Í raunvísindu sýndu nemendur einnig nokkur verk og nemendur í íþróttum sýndu myndir af ferð sinni til íþróttanáms í viku í Alicante.
Starfsmenn horfa stoltir yfir afurðir þessara hæfileikaríku nemenda skólans. Myndband söngur MYNDBAND