16.08.2016
Ákvarðanir voru teknar um ákveðin samstarfsverkefni á sameiginlegum vinnudegi kennara í Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og Menntaskólans á Tröllaskaga í dag. Reifaðar voru hugmyndir að öðru samstarfi sem krefst nánari umræðu og útfærslu. Kennara FAS komu að austan og nutu gærkvöldsins með heimamönnum yfir ljúffengum veitingum á Kaffi Klöru.
Lesa meira
16.08.2016
Hér fylgja leiðbeiningar til nýnema um hvernig þeir tengjast nemendakerfi skólans, Innu. Þar er að finna allar upplýsingar um nemendur, námsferil og stundatöflu. Stundatöflur eru ekki prentaðar út og verða nemendur að nálgast þær á Innu.
Lesa meira
02.08.2016
Nú eru starfsmenn komnir til vinnu eftir gott sumarfrí. Undirbúningur skólaársins er alltaf spennandi og hlökkum við til að fást við það verkefni og bíðum spennt eftir nemendunum okkar sem byrja 18. ágúst.
Lesa meira
06.06.2016
Þau gleðilegu tíðindi bárust í maí að Menntaskólinn á Tröllaskaga hefði unnið titilinn Stofnun ársins 2016 í flokki meðalstórra stofnana. Er þetta ekki síst gleðilegt í ljósi þess að við unnum þennan sama titil fyrir ári síðan og gaman að halda honum og hækka í einkunn. SFR stendur fyrir könnuninni í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið en Gallup framkvæmir könnunina. Könnunin er ein stærsta vinnumarkaðskönnun sem unnin er hér á landi.
Lesa meira
27.05.2016
Í tveggja daga ferð á Vesturland náðu starfsmenn MTR að heimsækja starfsmenn í Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Fyrrnefnda heimsóknin var í rauninni almenn kynnisferð en í Grundarfirði kynntu starfsmannahóparnir hvor fyrir öðrum ýmsa markverða hluti og aðferðir úr starfi sínu í samræðuhópum.
Lesa meira
27.05.2016
Nú stendur yfir skráning í fjarnám á haustönn 2016 í áfanga þar sem enn er laust pláss. Fjarnemar sem hafa fengið námsvist staðfesta sjá það inn í Innu.
Lesa meira
21.05.2016
Í dag voru útskrifaðir stúdentar frá skólanum í tólfta sinn. Veðrið lék við nýstúdenta, fjölskyldur þeirra og aðstandendur. Athöfnin var í Ólafsfjarðarkirkju og stýrði aðstoðarskólameistari Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir athöfninni. Fór hún yfir skólastarfið í vetur, tölulegar staðreyndir og helstu viðfangsefni. Nemendur skólans, Marín Líf Gautadóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir fluttu tónlistaratriði af miklum glæsibrag.
Lesa meira
20.05.2016
Nemendur á miðstigi Grunnskóla Fjallabyggðar komu í heimsókn í skólann í dag að skoða sýningu nemenda skólans. Þau fóru um og skoðuðu, sum glöggvuðu sig á teiknimyndasögum, önnur á málverkum. Ein þeirra valdi sér uppáhaldsverk þar sem hún sá dýraslóð eftir vegi í ævintýralandi. Litirnir fallegir og þarna væri gaman að vera.
Lesa meira
19.05.2016
Ármann Reynisson rithöfundur og ljóðskáld heimsótti skólann í dag færandi hendi. Hann færði skólanum Vestnorrænar Vinjettur, tvö bindi, sem eru á íslensku, færeysku, grænlensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku og ensku. Þessi rit munu gagnast mjög vel í kennslu og sem ítarefni en einnig sem lestur til afþreyingar fyrir nemendur.
Lesa meira
14.05.2016
Á Vorsýningu skólans stýrði Sigurður Mar Halldórsson, Svínfellingagoði blóti sem hann helgaði Óðni og Iðunni. Óðinn var guð skáldskapar og visku en Iðunn gætti eplanna sem héldu fólki ungu. Á sýningunni eru portrettmyndir áberandi en líka landslagsmyndir, listrænar ljósmyndir og skúlptúrar. Viðfangsefnin eru venju fremur fjölbreytt og vönduð að allri gerð. Auk verka úr áföngum í listum eru til sýnis margvíslegar úrlausnir nemenda úr áföngum í jákvæðri sálfræði, dönsku, frumkvöðlafræði, spænsku og upplýsingatækni dreifnáms.
Lesa meira