Fréttir

Haggish heiðrað

Nokkrir nemendur á starfsbraut hafa á önninni kannað ýmsar hefðir. Á dögunum var komið að því að kynna sér hvernig rétt er að ávarpa haggish, þjóðarrétt Skota. Það var J Aime Le Gordon, gestur í Listhúsinu sem tók að sér að flytja ávarpið. Í myndbandinu sem gert var er meðal annars fjallað um Robert Burns, þjóðskáld Skota og hvernig Michael Jackson byggði á verkum hans.
Lesa meira

Fréttamál vikunnar

Meðal skylduverkefna í stjórnmálafræðiáfanga er kynning á mikilvægu máli af pólitískum toga sem hátt ber í fréttum. Í morgun voru tveir nemendur með kynningu, annar fjallaði um "spillingu í Rúmeníu" en hinn um "flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi". Talsverðar umræður urðu um málin eftir framsögurnar.
Lesa meira

Gestir úr Grunnskóla Fjallabyggðar

Tuttugu og fimm nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Fjallabyggðar kynntu sér nám, námsframboð, húsakynni og aðstöðu í MTR í morgun. Inga, stærðfræðikennari sýndi það helsta. Gestirnir spurðu meðal annars um fjarvistir og veikindi og áhrif þess á námsframvindu. Greinilegt að nemendurnir eru orðnir nokkuð meðvitaðir um að hægt er að falla í framhaldsskóla.
Lesa meira

Miðannarvika

Í næstu viku fellur hefðbundin kennsla niður og nemendur fá spáný viðfangsefni. Hægt er að velja milli fjögurra verkefna, endurvinnslu úr plasti, efnafræðitilrauna, parkour og hugmyndavinnu undir yfirskriftinni „úr engu í eitthvað“. Tilgangurinn með miðannarvikunni er að veita nemendum tækifæri til að spreyta sig við ný og frumleg viðfangsefni.
Lesa meira

Áform um viðbyggingu

Hjá sveitarfélaginu Fjallabyggð eru uppi áform um að byggja við skólahús Menntaskólans. Markmiðið er að taka viðbygginguna í notkun haustið 2017. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri og fulltrúar í bæjarstjórn kynntu sér á fundi í skólanum í gær þarfagreiningu sem Lára Stefánsdóttir, skólameistari og starfsmenn hafa gert.
Lesa meira

Syngjandi furðuverur

Venju fremur gestkvæmt hefur verið í skólanum í tilefni dagsins. Nemendur og starfsmenn hafa notið söngs fjölda barna og þau hafa þegið sælgæti að launum. Flestum gestanna finnst dálítið fútt í því að komast í hljóðkerfi skólans og heyra sönginn hljóma í anddyrinu. Söngvar um sólina og skæru litina voru áberandi í dag enda snjór yfir öllu í Ólafsfirði. Lítið fréttist hins vegar af Bjarnastaðabeljunum og Gamla-Nóa sem oft hefur verið að góðu getið á öskudaginn.
Lesa meira

Skólaheimsókn í Danmörku

Þrír kennarar skólans, Inga, Jóna Vilhelmína og Lísebet kynna sér nýbreytni, kennsluhætti og skipulag í dönskum skólum í þessari viku. Þær hafa þegar skoðað Bröndby framhaldsskólann og fylgst með námi og kennslu í dönsku og íþróttum. Þarna eru um 230 nemendur. Þeir geta valið milli þriggja brauta og ljúka námi á þremur árum.
Lesa meira

Góð gjöf

Skólanum barst í morgun málverk, höfðingleg gjöf frá Kristni G. Jóhannssyni, sem lengi var skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði. Kristinn hefur áður gefið Menntaskólanum listaverk, það fyrsta strax við stofnun. Samstals á skólinn tíu verk eftir Kristinn.
Lesa meira

Bóndadagur

Hvað vita starfsmenn og nemendur skólans um bóndadaginn? Fagna þeir þorra? Borða þeir þorramat? – þetta könnuðu sex nemendur á starfsbraut með viðtölum sem þeir tóku upp og gerðu úr myndband. Það er metið til einkunnar í íslenskuáfanga sem fjallar meðal annars um þjóðtrú og ýmsa þjóðhætti. Nemendur höfðu mjög gaman af þessu verkefni og hafa óskað eftir að fá oftar að skila verkefnum í formi myndbanda.
Lesa meira

Viðburður í nýju aðstöðunni

Meðal verklegra æfinga í áfanga um frumkvöðlafræði er að skipuleggja viðburði eða uppákomur sem lífga upp á skólabraginn. Stöllurnar Tanja Mihaela Muresan, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Lára Þorsteinsdóttir Roelfs notuðu nýju nemendaaðstöðuna og buðu þar upp á veitingar. Úr hollustudeildinni var niðurskorið grænmeti en þær buðu einnig upp á súkkulaði og heimabakað. Vakti uppátækið mikla lukku meðal samnemenda og veitingarnar runnu út.
Lesa meira