Hópmynd mynd GK
Ákvarðanir voru teknar um ákveðin samstarfsverkefni á sameiginlegum vinnudegi kennara í Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og Menntaskólans á Tröllaskaga í dag. Reifaðar voru hugmyndir að öðru samstarfi sem krefst nánari umræðu og útfærslu. Kennara FAS komu að austan og nutu gærkvöldsins með heimamönnum yfir ljúffengum veitingum á Kaffi Klöru.
Ákvarðanir voru teknar um ákveðin samstarfsverkefni á sameiginlegum vinnudegi kennara í Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og Menntaskólans á Tröllaskaga í dag. Reifaðar voru hugmyndir að öðru samstarfi sem krefst nánari umræðu og útfærslu. Kennara FAS komu að austan og nutu gærkvöldsins með heimamönnum yfir ljúffengum veitingum á Kaffi Klöru.
Markmið sameiginlega vinnudagsins var að starfsmenn skólanna lærðu hvorir af öðrum. Meðal umræðuefna var skipulag og tækni við fjarnám, vikuskipulag og skilakerfi í MTR, samstarf á sviði útivistar og fjallamennsku, líðan nemenda og sálfræðiþjónusta, innra- og ytra mat, möguleikar á svindli og afdrif nemenda eftir útskrift.