08.03.2016
Upphaf helstu listaverka samtímans og líka í fortíðinni er góð hugmynd sem varð að veruleika. En hvernig vinnum við úr skapandi hugmyndum? Við því er ekki alltaf borðleggjandi svar. En til eru aðferðir og reglur sem hægt er að læra og fylgja til að auka líkur á árangri.
Lesa meira
04.03.2016
Í áfanganum ÚTIV2ÚS05 og ÚTIV3SV05 í Menntaskólanum á Tröllaskaga fengu nemendur að prófa hundasleðaíþróttina á Ólafsfjarðarvatni sem er nú snævi þakið og tilvalið til útiveru. Leiðbeinendur voru María Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Ómarsson en þau koma frá Akureyri en Lísebet Hauksdóttir er kennari í þessum áfánga.
Lesa meira
04.03.2016
Hópur nemenda skemmti sér í miðannarvikunni við tilraunir þar sem ekki Newtonvökvi og natríum komu við sögu. Natríum hvarfast hratt þegar það kemur í vatn og Það getur kviknar í því. Svokallaður ekki Newtonvökvi er gæddur þeim óvenjulega eiginleika að breyta um form þegar kýlt er í hann.
Lesa meira
02.03.2016
Í Jaca á Spáni stendur yfir heimsmeistarakeppni í íshokkí kvenna. Íslenska landsliðið tekur þátt í 2. deild B. Þorbjörg Eva Geirsdóttir, fjarnemi við skólann, spilar í vörninni. Liðið lék fyrsta leik sinn gegn Tyrkjum á mánudag og vann 8:1. Í gær var keppt við Nýsjálendinga sem voru að koma niður úr næstu deild. Stúlkurnar okkar gerðu sér þó lítið fyrir og unnu 8:2.
Lesa meira
02.03.2016
Í áfanganum ÍÞRG1BL02 í Menntaskólanum á Tröllaskaga fara nemendur á kostum í blaki og ákvað kennari þeirra Lísebet Hauksdóttir að skella þeim út fyrir þægindarammann og skrá þá á blakmót. Samtals voru fjörutíu og þrjú lið skráð til keppni í fjórum deildum og kom okkar hópur inn sem byrjendur í 4. deild.
Lesa meira
01.03.2016
Litríkar töskur og fleiri skrautlegir hlutir urðu til í áfanganum endurvinnsla úr plasti í miðannarvikunni. Nemendur fengu tækifæri til hugmyndavinnu á eigin forsendum og kynntust sjálfbærni á jákvæðan hátt. Í lok vikunnar var haldin sýning á gripunum sem gerðir voru á námskeiðinu. Kennari var Halldóra Gestsdóttir, MA í listkennslu.
Lesa meira
22.02.2016
Nokkrir nemendur á starfsbraut hafa á önninni kannað ýmsar hefðir. Á dögunum var komið að því að kynna sér hvernig rétt er að ávarpa haggish, þjóðarrétt Skota. Það var J Aime Le Gordon, gestur í Listhúsinu sem tók að sér að flytja ávarpið. Í myndbandinu sem gert var er meðal annars fjallað um Robert Burns, þjóðskáld Skota og hvernig Michael Jackson byggði á verkum hans.
Lesa meira
19.02.2016
Meðal skylduverkefna í stjórnmálafræðiáfanga er kynning á mikilvægu máli af pólitískum toga sem hátt ber í fréttum. Í morgun voru tveir nemendur með kynningu, annar fjallaði um "spillingu í Rúmeníu" en hinn um "flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi". Talsverðar umræður urðu um málin eftir framsögurnar.
Lesa meira
19.02.2016
Tuttugu og fimm nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Fjallabyggðar kynntu sér nám, námsframboð, húsakynni og aðstöðu í MTR í morgun. Inga, stærðfræðikennari sýndi það helsta. Gestirnir spurðu meðal annars um fjarvistir og veikindi og áhrif þess á námsframvindu. Greinilegt að nemendurnir eru orðnir nokkuð meðvitaðir um að hægt er að falla í framhaldsskóla.
Lesa meira
17.02.2016
Í næstu viku fellur hefðbundin kennsla niður og nemendur fá spáný viðfangsefni. Hægt er að velja milli fjögurra verkefna, endurvinnslu úr plasti, efnafræðitilrauna, parkour og hugmyndavinnu undir yfirskriftinni úr engu í eitthvað. Tilgangurinn með miðannarvikunni er að veita nemendum tækifæri til að spreyta sig við ný og frumleg viðfangsefni.
Lesa meira