Fréttir

#PRAYFORFRANCE

Atburðirnir í París um helgina hafa verið nemendum ofarlega í huga í vikunni og verið ræddir í kennslustundum og utan þeirra. Nemendum á starfsbraut datt í hug að safna undirskriftum. Skjalið sem nemum og starfsmönnum skólans býðst að skrifa undir verður sent í sendiráð Frakklands hér á landi. Starfsbrautarnemar vona að sem flestir skrifi undir.
Lesa meira

Sögur flóttamanna

Námsefni nemenda í dönsku í þessari viku og þeirri næstu er aðallega myndbönd með frásögnum ungs fólks sem fengið hefur hæli sem flóttamenn í Danmörku. Þeir kynnast til dæmis Shereen sem er sextán ára og hefur verið fimmtán mánuði í Danmörku. Hún talar ágæta dönsku og ber saman líf sitt í heimalandinu Sýrlandi og lífið í Danmörku.
Lesa meira

Hvað gera brautskráðir?

Frá upphafi hafa 98 nemendur útskrifast frá skólanum. Vorið 2013 luku námi þeir fyrstu sem hófu nám sitt hér haustið 2010. Ný könnun leiðir í ljós að um helmingur af þessum hópi 47% hélt áfram í háskólanám eftir stúdentspróf, um 13% fóru í annað nám en 37% fóru að vinna. Svör fengust frá 68 nemendum sem eru um 70%.
Lesa meira

Kennarar læra

Tveir þriggja manna hópar kennara hafa nú dvalið í viku, hvor í sínum framhaldsskólanum í Danmörku og fylgst með námi og kennslu í sérgreinum sínum. Móttökuskólarnir voru Köbenhavns åbne Gymnasium, sem er 900 manna, fjölmenningarlegur bekkjarskóli og Bröndby Gymasium, einkaskóli með um 250 nemendur, sem leggur m.a. áherslu á að laga skólakerfið að iðkun afreksíþrótta.
Lesa meira

Haukur og Vaka leiða ungmennaráð

Fulltrúar MTR í ungmennaráði Fjallabyggðar eru Haukur Orri Kristjánsson og Óskar Helgi Ingvason. Vaka Rán Þórisdóttir, sem einnig er nemandi við skólann er fulltrúi Ungmenna- og Íþróttasambands Fjallabyggðar. Haukur Orri og Vaka Rán voru kjörin formaður og varaformaður ráðsins á fyrsta fundi þess sem haldinn var í vikunni.
Lesa meira

Listaverkin í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Veggi Menntaskólans á Tröllaskaga prýða mörg listaverk eftir bæði innlenda og erlenda listamenn og á skólinn orðið ágætt safn listaverka. Sumt hefur skólinn keypt á ferli sínum, annað hefur skólanum borist að gjöf frá velunnurum. Listaverk eru víða í skólanum og hefur verið leitast við að hafa listaverk í sem flestum kennslustofum og öðrum rýmum þar sem nemendur og starfsmenn eiga leið um. Myndlist er þannig þáttur í daglegu umhverfi þeirra sem í skólanum eru. Ætlunin er að gera þessum verkum skil á heimsasíðu skólans og kynna til sögunnar Listaverk mánaðarins.Við hæfi er að byrja á verki eftir Kristinn G. Jóhannson (1936) en hann var Skólastjóri við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði um árabil.
Lesa meira

Uppeldis- og menntunarfræði

Hópur nemenda kynnti sér uppeldisfræði í miðannarvikunni. Námskeiðið samanstóð af stuttum fyrirlestrum, verkefnavinnu og vettvangsferðum. Farið var í Háskólann á Akureyri, Grunnskóla Fjallabyggðar og leikskólana Leikhóla á Ólafsfirði og Hólmasól á Akureyri. Það er Hjallastefnuskóli og þótti nemendum MTR athyglisvert að kynnast starfinu þar og hitta Margréti Pálu Ólafsdóttur, frumkvöðul í leikskólastarfi hér á landi.
Lesa meira

Föndur og ferðalög

Starfsbrautarnemar teiknuðu á púðaver, könnur og glös og máluðu krukkur og dósir fyrir kerti, í miðannarvikunni. Einnig urðu til stjörnur úr íspinnaspýtum. Þau lærðu líka spænsku og bökuðu kanilsnúða. Í menningar- og safnaferð skoðaði hópurinn Smámunasafnið í Sólgarði, Saurbæjarkirkju, Iðnaðarsafnið og safn Sigurvins með módelbílum og flugvélum.
Lesa meira

Skapandi skrif

Í miðannarvikunni valdi hópur nemenda að leggja stund á skapandi skif hjá Sigrúnu Valdimarsdóttur. Allir sömdu ljóð og sögur og sumir leikrit. Til varð leikþátturinn „Tveir á fjalli“ sem greinir frá tveimur vinum í Fjallabyggð sem ákveða að fara á Humarhátíðina á Höfn í Hornafirði á hestinum Glófaxa.
Lesa meira

Saga og Dóri

Seinna í vikunni frumsýna uppistandararnir Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir „Þetta er grín, án djóks“ í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þau gáfu nemendum MTR forsmekkinn í morgun og léku atriði úr verkinu þar sem samskipti kynjanna og viðhorf eru í brennidepli. Dóri og Saga eru höfundar verksins en leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og Snorri Helgason sér um tónlistina.
Lesa meira