Fréttamál vikunnar

Tania mynd HF
Tania mynd HF
Meðal skylduverkefna í stjórnmálafræðiáfanga er kynning á mikilvægu máli af pólitískum toga sem hátt ber í fréttum. Í morgun voru tveir nemendur með kynningu, annar fjallaði um "spillingu í Rúmeníu" en hinn um "flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi". Talsverðar umræður urðu um málin eftir framsögurnar.

Meðal skylduverkefna í stjórnmálafræðiáfanga er kynning á mikilvægu máli af pólitískum toga sem hátt ber í fréttum. Í morgun voru tveir nemendur með kynningu, annar fjallaði um "spillingu í Rúmeníu" en hinn um "flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi". Talsverðar umræður urðu um málin eftir framsögurnar.

Tania Muresan, sem ættuð er frá Rúmeníu sagði frá eldsvoða á skemmtistað í Búkarest í haust sem kostaði 63 lífið, flest ungmenni á aldrinum 14-16 ára. Hátt í 200 slösuðust og nutu hjúkrunar og læknisaðstoðar á sjúkrahúsum í mörgum löndum. Kveikt var í flugeldum innandyra og fátt um útgönguleiðir þegar eldur varð laus. Í ljós kom að eigandi staðarins hafði mútað eftirlitsmönnum og margt var athugavert á staðnum. Eftir fjölmenn mótmæli neyddist forsætisráðherra landsins til að segja af sér. Athygli vakti að nemendur töldu líklegt eða að minnsta kosti vel hugsanlegt að svipað gæti gerst hér á landi.

Sæmundur Ásgrímsson fjallaði um flóttamenn og hælisleitendur hér á landi og taldi hann helst til kosta við dvöl þessa fólks að það gæti verið ódýrt vinnuafl. Hann lýsti þó andstöðu við að greiða minna en lágmarkslaun. En Sæmundur ræddi marga erfiðleika og ókosti sem fylgdu því að taka við mörgum flóttamönnum. Í umræðum á eftir minnti einn nemandi á það sem þau hefðu lært í leikskóla að maður ætti að koma fram við aðra eins og maður vildi láta koma fram við sig. Við gætum einhverntíma lent í þeirri aðstöðu að þurfa að flýja landið. Myndir