Markús Rómeó mynd Hrönn H
Í áfanganum ÚTIV2ÚS05 og ÚTIV3SV05 í Menntaskólanum á Tröllaskaga fengu nemendur að prófa hundasleðaíþróttina á Ólafsfjarðarvatni sem er nú snævi þakið og tilvalið til útiveru. Leiðbeinendur voru María Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Ómarsson en þau koma frá Akureyri en Lísebet Hauksdóttir er kennari í þessum áfánga.
Í áfanganum ÚTIV2ÚS05 og ÚTIV3SV05 í Menntaskólanum á Tröllaskaga fengu nemendur að prófa hundasleðaíþróttina á Ólafsfjarðarvatni sem er nú snævi þakið og tilvalið til útiveru. Leiðbeinendur voru María Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Ómarsson en þau koma frá Akureyri en Lísebet Hauksdóttir er kennari í þessum áfánga. María og Gunnar eru hjón og keyptu sinn fyrsta hund af tegundinni Huskey fyrir 5 árum og urðu í framhaldi að því heilluð að hundasleðaíþróttinni. Núna eiga þau 5 hunda sem eru með þeim í íþróttinni. Nemendur fengu bæði að sitja í sleðunum og ýta sjálf og þótti þeim þetta merkileg upplifun. Myndir