Glæslegir blakarar

Hópmynd
Hópmynd
Í áfanganum ÍÞRG1BL02 í Menntaskólanum á Tröllaskaga fara nemendur á kostum í blaki og ákvað kennari þeirra Lísebet Hauksdóttir að skella þeim út fyrir þægindarammann og skrá þá á blakmót. Samtals voru fjörutíu og þrjú lið skráð til keppni í fjórum deildum og kom okkar hópur inn sem byrjendur í 4. deild.

Í áfanganum ÍÞRG1BL02 í Menntaskólanum á Tröllaskaga fara nemendur á kostum í blaki og ákvað kennari þeirra Lísebet Hauksdóttir að skella þeim út fyrir þægindarammann og skrá þá á blakmót. Samtals voru fjörutíu og þrjú lið skráð til keppni í fjórum deildum og kom okkar hópur inn sem byrjendur í 4. deild.
Mótið var haldið á Siglufirði en lið komu til leiks alls staðar að af landinu. Árangur var framar vonum og enduðu MTR-ingar á því að spila um úrslitasætið. Spilaðar voru tvær hrinur og fór sú fyrri 21-12 fyrir MTR en sú seinni 12-21 fyrir Álkum. Því voru þessi lið jöfn í fyrsta sæti og mega nemendur okkar vera mjög stoltir af frammistöðunni. Myndir