Efnafræðitilraunir

Efnafræði mynd GK
Efnafræði mynd GK
Hópur nemenda skemmti sér í miðannarvikunni við tilraunir þar sem „ekki Newtonvökvi“ og natríum komu við sögu. Natríum hvarfast hratt þegar það kemur í vatn og Það getur kviknar í því. Svokallaður „ekki Newtonvökvi“ er gæddur þeim óvenjulega eiginleika að breyta um form þegar kýlt er í hann.

Hópur nemenda skemmti sér í miðannarvikunni við tilraunir þar sem „ekki Newtonvökvi“ og natríum komu við sögu. Natríum hvarfast hratt þegar það kemur í vatn og Það getur kviknar í því. Svokallaður „ekki Newtonvökvi“ er gæddur þeim óvenjulega eiginleika að breyta um form þegar kýlt er í hann.

Nemendur reyndu að gera heitan klaka. Heitur klaki er ekki klaki gerður úr vatni, heldur úr ediki og matarsóda og því á hann að frjósa við 25°C. Þessi tilraun gekk ekki vel. Til að byrja með náðist ekki að láta blönduna sjóða en þegar hún var tilbúin þá voru nemendur of lengi að vinna þannig að enginn hópanna fékk heitan ís. 

Í annarri tilraun var búið til einfalt krem. Öllum í hópnum tókst að búa til krem sem virkaði. Síðan voru hóparnir látnir búa til mismunandi blöndur af kremi sem eitt af efnunum vantaði í. Þannig gátu nemendur séð hvað hvert efni gerir í blöndunni. Myndir