Upphaf helstu listaverka samtímans og líka í fortíðinni er góð hugmynd sem varð að veruleika. En hvernig vinnum við úr skapandi hugmyndum? Við því er ekki alltaf borðleggjandi svar. En til eru aðferðir og reglur sem hægt er að læra og fylgja til að auka líkur á árangri.
Upphaf helstu listaverka samtímans og líka í fortíðinni er góð hugmynd sem varð að veruleika. En hvernig vinnum við úr skapandi hugmyndum? Við því er ekki alltaf borðleggjandi svar. En til eru aðferðir og reglur sem hægt er að læra og fylgja til að auka líkur á árangri.
Í miðannarvikunni luku nokkrir nemendur námskeiði sem bar yfirskriftina úr engu í eitthvað. Þar var meðal annars fjallað um formúlur, sem kvikmyndir, stuttmyndir og fleiri slík verk byggja á. Nemendur fengu líka þjálfun í að meta hugmyndir að verkum, styrkleika þeirra og veikleika óvissu og tækifæri. Kennari var Gunnar Gunnsteinsson, MA í menningar- og menntastjórnun. Myndir