Fréttir

Ljóðabók Andra Mars

Andri Mar Flosason hefur gefið út ljóðabókina Einhverfa, tourette og þráhyggja. Andri er fæddur 1996 og hóf nám við skólann haustið 2012. Hann er sérlega jákvæður og duglegur nemandi. Hann er áhugasamur um íslenskt mál og ljóðlist og segist hafa byrjað að yrkja þegar hann var sjö ára.
Lesa meira

Samskipti við Singapore

„i thought about you when i am here“ – þetta er listrænn titill á verkefni sem nemendur í fjórum áföngum vinna í samstarfi við nokkra erlenda listamenn sem dvelja í Listhúsinu í Ólafsfirði. Verkefnið snýst um að búa til póstkort með myndum og texta á ensku. Kortin verða á opinberri myndlistarsýningu í Singapore í lok mánaðarins.
Lesa meira

Skráningu í fjarnám lokið

Ekki verður tekið við fleiri skráningum í fjarnám á vorönn.
Lesa meira

Afreksfólk í íþróttum

Margir nemendur skólans hafa að undanförnu náð góðum árangri í ýmsum íþróttagreinum og sumir hlotið sérstakar viðurkenningar fyrir leikni sína. Ólöf María Einarsdóttir, Marín Líf Gautadóttir, Patrekur Þórarinsson, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Óskar Helgi Ingvason og Jakob Auðun Sindrason eru í þessum hópi.
Lesa meira

Hugstormur með listamönnum

Liðlega tveir tugir erlendra listamanna hittu kennara skólans á fyrsta vinnudegi nýs árs. Listamennirnir eru frá fjölmörgum löngum og dvelja í Listhúsinu í Ólafsfirði fram í febrúarlok. Nokkur samstarfsverkefni kennara og listamanna eru þegar á teikniborðinu. Nemendur munu því á vorönninni fást við fjölbreytt viðfangsefni sem eru afrakstur þessa samstarfs.
Lesa meira

Lesa meira

Ellefta brautskráningin

Ellefu stúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í morgun. Fimm af félags- og hugvísindabraut, einn af íþrótta- og útivistarbraut, þrír af náttúruvísindabraut, einn af kjörnámsbraut og einn lauk viðbót við starfsnám til stúdentsprófs. Sex nemendanna luku prófi á tveimur og hálfu ári. Samtals hefur skólinn brautskráð 108 nemendur.
Lesa meira

Sjóræningjasaga

Ævintýrapersónan Hiko var á röngum stað á röngum tíma. Hann var um borð í skipi á leið í fangelsi þegar sagan hófst. Lokaverkefni Vilhjálms Reykjalín Þrastarsonar fólst í að hanna og forrita hluti í leikinn og við kynningu þess sagðist hann hafa skoðað ýmislegt efni til að viða að sér hugmyndum um framvindu leiksins og verkfæri við gerð hans.
Lesa meira

Stórsýning haustannar

Fjölmenni skoðaði sýninguna á laugardag og þökkum við öllum fyrir komuna. Litlir skúlptúrar úr ArtFabLabinu eru áberandi á sýningunni. Nemendur hanna hlutina, teikna upp í tölvu og skera síðan út með leiserskera og setja saman verk í þrívídd. Einn nemandi skar frumsamin ljóð í stein og annar ljósmyndir á álplötur. Verk starfsbrautarnema tengjast flest verkum úr listasögunni en fókusinn er á nútímann og áhugamál hvers um sig.
Lesa meira

Bandýmót

Áfanganum íþróttagrein lauk með stæl síðdegis á síðasta kennsludegi haustannar. Fimm lið reyndu með sér í bandý, fjögur skipuð nemendum en eitt kennurum. Til úrslita kepptu A-lið nemenda og lið kennara, sem tapaði með eins marks mun. Áhugi er á að gera bandýmót að árlegum viðburði og bjóða gestum frá fleiri skólum til leika.
Lesa meira