24.09.2015
Nemendur í ÚTI2A fóru langt út fyrir þægindarammann og renndu sér á hjólaskíðum og línuskautum með stafi. Þetta er það sem er notað í staðinn fyrir gönguskíði á veturna og komu nemendur öllum á óvart með hæfni sinni. Þau voru mjög brött að prófa allt sem lagt var fyrir þau, bæði tækniæfingar og leiki og algjörlega óhrædd að bruna niður brekkur á hjólaskíðunum og línuskautunum.
Lesa meira
23.09.2015
Íslenskunemar og nemar á starfsbraut nutu sýningar Kómedíuleikhússins á Gretti. Þetta er kraftmikill einleikur sem fjallar um Gretti Ásmundarson, útlaga og einn mesta vandræðagemsa allra tíma. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson en leikstjóri Víkingur Kristjánsson. Marsibil G. Kristjánsdóttir gerði búninga og búður en Guðmundur Hjaltason tónlistina.
Lesa meira
22.09.2015
Johannes Bierling, myndlistarmaður frá Freiburg í Þýskalandi var gestafyrirlesari í myndlist og gerðu nemendur góðan róm að því sem hann hafði fram að færa. Hann greindi frá og sýndi aðstæður sínar í heimalandinu og fjallaði um nám og kennslu í listgrein sinni á heimaslóð.
Lesa meira
22.09.2015
Við minnum nemendur á miðannarviku sem er 12. 16. október n.k.
Öllum nemendum í dagskóla er skylt að skrá sig í áfanga.
Nemendur í fjarnámi geta einnig skráð sig en mætingarskilda er í alla áfangana.
Áfangar eru metnir sem val eða bundið val eftir innihaldi áfangans og námsbraut hvers nemanda og stytta þannig námstíma nemenda.
Lesa meira
21.09.2015
Á veggjum skólans hanga veggspjöld þar sem atvinnulíf samtímans er kynnt. Sýningin er í tengslum við frumkvöðlaáfangann okkar, Tröllaskagaáfanga sem er skylduáfangi fyrir alla nemendur. Veggspjöldin eru hluti stórrar atvinnulífssýningar sem 35 fyrirtæki í öllum starfsgreinum gerðu í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Nemendur eru hvattir til að skoða sýninguna.
Lesa meira
18.09.2015
Eftir hádegið í dag voru nýnemar formlega boðnir velkomnir í skólann með pizzuveislu. Eftir að veitingunum höfðu verið gerð góð skil brugðu nemendur á leik á sparkvellinum undir stjórn nemendaráðs en sauðkindurnar sem til stóð að reka gegn um bæinn létu hins vegar bíða eftir sér.
Lesa meira
18.09.2015
Hópur nemenda í Tröllaskagaáfanga valdi ljóð sem þema í viðburð sinn í anddyri skólans. Flutt voru þrjú frumsamin ljóð auk hins góðkunna ljóðs Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson. Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir og Sif Þórisdóttir sem fluttu Fjallgöngu og tileinkuðu flutninginn gangnamönnum í Ólafsfirði sem smala í dag.
Lesa meira
17.09.2015
Skiltagerð Norðurlands og MTR hafa formbundið samstarf sitt um ráðgjöf, kennslu og samnýtingu á tækjum og búnaði til að þróa sköpun, hönnun og list (ArtFabLab). Samningurinn veitir nemendum og starfsmönnum skólans aðgang að tilteknum búnaði Skiltagerðarinnar og á móti fá starfsmenn fyrirtækisins aðgang að ákveðnum búnaði skólans. Samstarfið eykur fjölbreytni og möguleika í námi við skólann og gagnast sérstaklega nemendum á listabrautum.
Lesa meira
15.09.2015
Nemendur í útivistaráfanganum ÚTI2B skelltu sér út á Ólafsfjarðarvatn í kennslustundum í gær. Elísabet Svava Kristjánsdóttir leiðbeinandi fór með hópinn út á kayak þar sem krakkarnir pófuðu róður, veltu og félagabjörgun við raunverulegar aðstæður. Elísabet Svava segir að hér séu menn greinilega óhræddir við að prófa þó að vatnið sé ískalt. Þetta séu hugrakkir og flottir krakkar.
Lesa meira
10.09.2015
Raflagnaefni, geisladiskar, rekaviður, skeljar, þvottaklemmur og dagblaðafyrirsagnir er meðal þess sem kemur við sögu í listaverkum sem prýtt hafa veggi skólans síðustu daga. Verkin gerðu nemar í áfanganum MYL2C. Þar er markmið að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa ýmsar leiðir við að þróa hugmyndir sínar án þess að óttast útkomuna. Áhersla er á ólík efni og miðla.
Lesa meira