mynd GK
Fjölmenni skoðaði sýninguna á laugardag og þökkum við öllum fyrir komuna. Litlir skúlptúrar úr ArtFabLabinu eru áberandi á sýningunni. Nemendur hanna hlutina, teikna upp í tölvu og skera síðan út með leiserskera og setja saman verk í þrívídd. Einn nemandi skar frumsamin ljóð í stein og annar ljósmyndir á álplötur. Verk starfsbrautarnema tengjast flest verkum úr listasögunni en fókusinn er á nútímann og áhugamál hvers um sig.
Fjölmenni skoðaði sýninguna á laugardag og þökkum við öllum fyrir komuna. Litlir skúlptúrar úr ArtFabLabinu eru áberandi á sýningunni. Nemendur hanna hlutina, teikna upp í tölvu og skera síðan út með leiserskera og setja saman verk í þrívídd. Einn nemandi skar frumsamin ljóð í stein og annar ljósmyndir á álplötur. Verk starfsbrautarnema tengjast flest verkum úr listasögunni en fókusinn er á nútímann og áhugamál hvers um sig.
Verk unnin í áfanganum úrgangslist einkennast af mikilli litagleði og náttúrustemmingum. Nýbreytni er að verkum sem gerð eru með þrívíddarpenna. Við gerð þeirra reynir á rýmisgreind nemenda, stærðfræði- og rúmfræðihugsun. Sýning á myndum og skúlptúrum er ekki eingöngu bundin við listaáfanga og sýna til dæmis nemar í einum íslenskuáfanganum myndverk sem þeir hafa unnið. Nemendur í áfanga um fjármálalæsi sýna verkefni um verðbólgu, um vandamál við notkun greiðslukorta, um kostnað við að reka lítinn bíl og fleira. Myndir
Sýningin verður opin frá mánudegi til föstudags 14.-18. desember kl. 8-16.