Andri Mar
Andri Mar Flosason hefur gefið út ljóðabókina Einhverfa, tourette og þráhyggja. Andri er fæddur 1996 og hóf nám við skólann haustið 2012. Hann er sérlega jákvæður og duglegur nemandi. Hann er áhugasamur um íslenskt mál og ljóðlist og segist hafa byrjað að yrkja þegar hann var sjö ára.
Andri Mar Flosason hefur gefið út ljóðabókina Einhverfa, tourette og þráhyggja. Andri er fæddur 1996 og hóf nám við skólann haustið 2012. Hann er sérlega jákvæður og duglegur nemandi. Hann er áhugasamur um íslenskt mál og ljóðlist og segist hafa byrjað að yrkja þegar hann var sjö ára.
Andri Mar glímir við ýmis vandamál svo sem ódæmigerða einhverfu, ADHD og tourette og skýrir það titil ljóðabókarinnar. Með útgáfu hennar segist hann hafa vilja sýna fram á að þó maður eigi við ýmsa erfiðleika að etja, eigi maður ekki að láta það koma í veg fyrir að draumar rætist. Yrkisefni Andra eru margvísleg, til dæmis árstíðir, fuglar, fjölskyldan, skólinn, afmæli og stelpur sem hann ávarpar þannig:
Stelpur eru góðar
Stelpur eru fróðar.
Stelpur eru sætar
Stelpur eru mætar.
Hægt er að nálgast ljóðabókina hjá höfundi.