Liðlega tveir tugir erlendra listamanna hittu kennara skólans á fyrsta vinnudegi nýs árs. Listamennirnir eru frá fjölmörgum löngum og dvelja í Listhúsinu í Ólafsfirði fram í febrúarlok. Nokkur samstarfsverkefni kennara og listamanna eru þegar á teikniborðinu. Nemendur munu því á vorönninni fást við fjölbreytt viðfangsefni sem eru afrakstur þessa samstarfs.
Liðlega tveir tugir erlendra listamanna hittu kennara skólans á fyrsta vinnudegi nýs árs. Listamennirnir eru frá fjölmörgum löngum og dvelja í Listhúsinu í Ólafsfirði fram í febrúarlok. Nokkur samstarfsverkefni kennara og listamanna eru þegar á teikniborðinu. Nemendur munu því á vorönninni fást við fjölbreytt viðfangsefni sem eru afrakstur þessa samstarfs.
Í febrúar verða fjölmargir menningarviðburðir í Ólafsfirði á vegum þeirra sem nú dvelja í listhúsinu. Meðal annars eru þarna einstaklingar sem leggja stund á tónlist, leiklist, grafík, brúðuleikhús, málun, ritlist, hljóðlist og gjörninga. Yfirskrift atburðanna er Skammdegi en yfir sjötíu listamenn sóttu um að koma hingað til að taka þátt í þessum atburðum en aðeins rúmlega tuttugu komust að. Listhúsið er sjálfseignarstofnun undir stjórn Alice Liu þar sem erlendir listamenn koma allt árið og vinna oft í samstarfi við skólann.