Ólöf María mynd af heimasíðu Dalvíkurbyggðar
Margir nemendur skólans hafa að undanförnu náð góðum árangri í ýmsum íþróttagreinum og sumir hlotið sérstakar viðurkenningar fyrir leikni sína. Ólöf María Einarsdóttir, Marín Líf Gautadóttir, Patrekur Þórarinsson, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Óskar Helgi Ingvason og Jakob Auðun Sindrason eru í þessum hópi.
Margir nemendur skólans hafa að undanförnu náð góðum árangri í ýmsum íþróttagreinum og sumir hlotið sérstakar viðurkenningar fyrir leikni sína. Ólöf María Einarsdóttir, Marín Líf Gautadóttir, Patrekur Þórarinsson, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Óskar Helgi Ingvason og Jakob Auðun Sindrason eru í þessum hópi.
Ólöf María Einarsdóttir, kylfingur var kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015. Hún er 16 ára og varð íslandsmeistari í höggleik í 15-16 ára aldursflokki og í sveitakeppni 16-18 ára. Ólöf er í afrekshópi Golfsambandsins. Hún keppti á mörgum mótum á síðasta ári bæði heima og erlendis og stóð sig vel.
Efnilegasti blakari og badmintonspilari Fjallabyggðar er Sólrún Anna Ingvarsdóttir sem er nemandi skólans. Hún hefur meðal annars æft með landsliðinu í badminton ásamt því að taka þátt í afreksbúðum blaksambandsins. Efnilegust í fimleikum í Fjallabyggð eru Marín Líf Gautadóttir og Patrekur Þórarinsson sem einnig eru nemendur skólans. Erla Mary Sigurpálsdóttir og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson eru efnilegustu golfararnir. Efnilegasti hestaíþróttamaðurinn er Hulda Ellý Jónsdóttir. Þá var Jakob Auðun Sindrason valinn efnilegastur í knattspyrnu en hann hefur tekið miklum framförum að undanförnu. Íþróttamaður ársins í Fjallabyggð er Finnur Ingi Sölvason, hestamaður sem lauk stúdentsprófi frá skólanum vorið 2013. Halldór Ingvar Guðmundsson knattspyrnumaður ársins er einnig brautskráður frá skólanum.
Óskar Helgi Ingvarsson og Kara Gautadóttir hafa verið valin í landsliðshópinn í kraftlyftingum 2016. Kara lauk stúndentsprófi frá skólanum í vor en Óskar Helgi er nemandi skólans. Kraftlyftingasambandið stefnir að því að senda marga keppendur á Norðurlandameistaramót unglinga og í ágúst verður Evrópumeistaramótið haldið hér á landi sem þýðir að íslenskir þátttakendur geta orðið fleiri en ef mótið hefði verið haldið annars staðar.