03.09.2015
Nemendur í nýsköpunaráfanga skólans skipuleggja viðburði næstu vikur til að lífga upp á skólabraginn. Fyrsti viðburðurinn var í dag þegar fjögurra manna hópur bauð samnemendum og starfsmönnum að bragða múffur sem hann hafði bakað. Þær voru í ýmsum litum og vel af kremi með þannig að að ekki er hætta á að þeir horist sem nutu veitinganna.
Lesa meira
01.09.2015
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og Kristján L. Möller þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi heimsóttu skólann í dag. Lára Stefánsdóttir, skólameistari sýndi þeim húsakynni og fræddi um skólastarfið auk þess sem rætt var um þær hugmyndir sem uppi eru um samstarf framhaldsskólanna á Norðurlandi
Lesa meira
27.08.2015
Starfsbrautarnemar gerðu góðan túr í Skagafjörð í gær. Þetta var fræðslu- og skemmtiferð í tengslum við áfangana Tilveran og Tröllaskagi. Á Sauðárkróki heimsótti hópurinn hjón sem rækta skrautfiska og ávexti. Keyptir voru nokkrir litlir sverðdragar sem nú synda glaðir í búri í skólanum.
Lesa meira
24.08.2015
Innritun í fjarnám er lokið, aðsókn var mjög mikil en skólinn innritar einungis nemendur í fjarnám í þá hópa sem til eru fyrir í laus pláss. Vísa þurfti fjölmörgum frá sem höfðu hug á að stunda fjarnám, fjárveiting af fjárlögum er fullnýtt og ekki hægt að bæta við miðað við núverandi fjárhag skólans.
Lesa meira
18.08.2015
Sjötta starfsár Menntaskólans á Tröllaskaga er hafið. Lára Stefánsdóttir skólameistari setti skólann í Tjarnarborg í morgun. Hún minnti nemendur á einkunnarorð skólans, frumkvæði sköpun áræði, og hvatti þá til þess að hafa þau að leiðarljósi í námi sínu. Um tvö hundruð og þrjátíu nemendur eru skráðir í skólann, álíka margir og á síðustu önn.
Lesa meira
14.08.2015
Stundatöflur nemenda eru nú aðgengilegar í Innu. Vilji nemendur breyta um áfanga er það hægt til 21. ágúst 2015. Hægt er að segja sig úr áfanga (en ekki fá nýja inn) til 1. september. Eftir það verða nemendur að ljúka áföngum sínum.
Lesa meira
18.08.2015
Skólinn verður settur þann 18. ágúst klukkan 8:30 í Tjarnarborg og hefst kennsla að skólasetningu lokinni.
Lesa meira
18.06.2015
Starfsmenn skólans eru nú í sumarleyfi til 5. ágúst.
Lesa meira
12.06.2015
Jóskur framhaldsskóli og Menntaskólinn á Tröllaskaga hafa fengið styrk frá Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, Nordplus, að upphæð fimm og hálf milljón króna. Samstarfsverkefni skólanna snýst um að samþætta náttúrufræði, útivist og íþróttir og dönsku. Tveir hópar taka þátt í verkefninu, annar í Menntaskólanum á Tröllaskaga, hinn í Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi í Danmörku
Lesa meira
11.06.2015
Tvær stúlkur í 10. bekk í Grunnskóla Fallabyggðar luku dönskuáfanganum 2B með myndbandi. Nokkuð er um að grunnskólanemar taki staka áfanga í fjarnámi í MTR samhliða 10. bekk. Nemendur í dönskuáfanganum áttu að gera lokaverkefni þar sem þeir kynntu eigin menningu á dönsku eða fjölluðu um danska menningu á dönsku
Lesa meira